Search
Close this search box.
Próteinrík Acai skál

Próteinrík Acai skál

Skál fyrir 2 

  • Möndlumjólk. Ég nota sykurlausa frá IsolaBio (ljósblá ferna). Magn fer eftir því hversu kröftuga græju þið notið til að blanda.
  • Einn frosinn, þroskaður banani, eða ferskur ef þið eruð ekki með kröftuga græju til að blanda.
  • Lúka frosin jarðaber.
  • Lúka frosin bláber.
  • 1 skeið plöntuprótein með vanillubragði frá NOW.

Gott er að setja fyrst möndlumjólkina og ef þið eruð með ferskan banana að setja hann líka fyrst, þá er auðveldara fyrir blandarann að blanda þessu saman. Gott er líka að setja allt í blandarann, setja hann aðeins af stað og leyfa þessu síðan að standa aðeins, þá þiðna ávextirnir örlítið og auðveldara er að blanda þessu saman. Ef þið eruð með kröftuga græju þá bara mixið þið þessu öllu saman strax.

7585956112_IMG_3648

Ofaná skálinni eru hampfræ frá Himneskri Hollustu og heimalagað, stökkt múslí sem ég bakaði í ofni. Í því eru m.a. möndlur, kasjúhnetur, kókosflögur, kanill, vanilludropar, smá salt, kókosolía og smá möndlumjólk. Bara blandað saman í skál og bakað á plötu í 160 gráðu heitum ofni þar til dökkbrúnt og stökkt.

7585956112_IMG_3616

7585956112_IMG_3617

7585956112_IMG_3638

Vanillu plöntupróteinið er líklegast uppáhalds varan mín frá NOW en ég hef notað próteinið núna í allavegana eitt og hálft ár. Acai duftið er síðan kærkomin viðbót til að nota í þeytinga eða smoothie skálar.

Ef þið hafið áhuga á að fylgja mér á Instagram er ég dugleg að deila heilsumiðuðu efni þar

@indianajohanns

Indíana Nanna

NÝLEGT