Search
Close this search box.
Próteinríkt bananabrauð

Próteinríkt bananabrauð

Uppskrift:

  • 3-4 stk (400 g) þroskaðir bananar
  • ¼ b kókósolía frá Himnesk Hollusta

  • ¼ b chia fræ frá Himnesk Hollusta
  • 2 msk Whey protein vanilla frá Now
  • ½ b Coconut flour (kókóshveiti) frá Now
  • 2 tsk vanilluduft frá Naturata
  • ¼ b hlynsíróp frá Naturata
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 6 egg
  • ½ tsk kanill frá Himnesk Hollusta

69223423_1108022049587856_7746276335005204480_n

Hitið ofn í 160°C (stilla á fan-forced).

Hrærið saman bönunum, hlynsírópi, kókósolíu, kanil, vanillu og eggjum.

(Hægt að nota vanillutevíu 10-15 dr í stað vanilludufts).

Bætið þar næst við kókóshveiti, lyftidufti, chia fræjum og próteindufti og hrærið vel saman.

Látið deigið standa í 10 mín til að leyfa kókóshveitinu og chia fræjum að draga í sig vökvann.

Klæðið brauðform með bökunarpappír (ég notaði ca 26 cm langt, 10 ½ cm breidd).

Hellið deiginu í formið og skreytið með bananasneiðum ef vill.

Bakið í 60-75 mín (fer eftir ofnum).

Leyfið að kólna áður en þið takið úr forminu.

Njótið og toppið með hnetusmjöri eða osti og góðri sultu.

68477840_900975446936819_1929346206111105024_n

67976533_363798721201178_8693551438225211392_n

67906345_505881873491122_1473036949164916736_n

Ásdís grasalæknir

 

NÝLEGT