Kaffiboost fyrir einn
- 1 frosinn banani (ég kaupi oft gamla banana og frysti þá í bitum).
- Sykurlaus möndlumjólk frá IsolaBio – magn fer eftir því hvernig áferð þú vilt, þunnan eða þykkari.
- 1/2 til 1 skeið af próteini. Ég nota Plant Protein Complex með vanillubragði frá NOW Foods en það fæst líka með súkkulaðibragði. Þetta prótein er plant based/vegan, þ.e. inniheldur ekki mjólkurprótein. Það fer mun betur í magann á mér en whey eða casein prótein.
- 3-4 dropar af Toffe Stevíu frá NOW Foods.
- 1/2 – 1 kaffibolli.
- 4-5 klakar.
Öllu hent í blender og mixað saman þar til úr verður þykkur smoothie. Smakkaðu hann til og bættu við hráefnum ef því hvernig þú vilt hafa áferðina og bragðið, t.d. meiri möndlumjólk ef þarf að þynna og meira kaffi ef þú vilt sterkara kaffibragð. Til að gera hann sætari gætir þú sett ferskar döðlur og síðan get ég ímyndað mér að það væri gott að setja smá kanil líka og/eða hnetu- eða möndlusmjör – ég elska lífræna, crunchy hnetusmjörið frá Monki.
Gjafaleikur – tveir bætiefnapakkar frá NOW Foods á Íslandi
Ég er með ofureinfaldan gjafaleik á Instagramminu mínu sem ég hvet þig til að taka þátt í en ég ætla, í samstarfi við H Verslun, að gefa tvo veglega bætiefnapakka frá NOW Foods.
Þessi pakki inniheldur þau bætiefni sem ég tek nánast daglega. Ég vil fá öll mín helstu næringarefni úr fæðunni en þessi bætiefni eru frábær sem viðbót við fjölbreytt mataræði. Að hafa meltinguna í lagi er lykilatriði þegar kemur að líkamlegri vellíðan og því tek ég þrjár mismunandi tegundir gerla en það er gott að blanda saman ólíkum tegundum. D-vítamínið er nauðsynlegt þar sem við fáum það ekki úr fæðunni og perlurnar eru litlar, nettar og þægilegar inntöku.
Að lokum inniheldur pakkinn plöntuprótein, en ég kýs frekar að nota vegan prótein (án mjólkurpróteins) því það fer betur í magann á mér. Ég kýs að nota bætiefni frá NOW Foods vegna hreinleika og virkilegra strangra gæðastaðla en það mætti líkja starfseminni þeirra við lyfjafyrirtæki, svo nákvæmar og háar eru kröfurnar um gæði.