Search
Close this search box.
Prótín Flöff Naglans

Prótín Flöff Naglans

Höfundur: Ragga Nagli

Ef þú ert eins og Naglinn með óseðjandi svarthol af matarlyst og langar að borða mikið magn af mat en ekki of margar hitaeiningar þá er prótín Flöff þinn haukur í horni.

Þetta flöff inniheldur MCT prótínduft, frosin jarðarber og ósætaða möndlumjólk svo það eru ekki nema aumar 200 kaloríur í heilli hrærivélaskál af gúrmeti.

Uppskriftin:

1 skófla MCT prótínduft NOW Foods Iceland fæst í Nettó

150 ml ósætuð möndlumjólk Nettó

1/2 tsk xanthan gum powder frá NOW

250g frosin jarðarber

Aðferðin:

Mauka allt saman með töfrasprota í þéttingsfast gums.

Skella svo í hrærivél og þeyta á hæsta hraða í 3-5 mínútur.

Sjáðu gumsið breytast í bleika skýjahnoðra af gúmmulaði.

Toppaðu með Monki hnetusmjöri, kókoshnetu granóla eða því krönsi sem þér finnst best og horaðri súkkulaðisósu Naglans.

Unaður eftir æfingu, dásemd í kvöldsnæðing og nauðsyn hvenær sem þig langar í gómsæti.

Verði ykkur að góðu!

Hér má sjá aðra pistla frá Röggu.

NÝLEGT