Ræktargírinn

Ræktargírinn

Hér að neðan eru nokkur atriði sem hjálpa þér að komast af stað í ræktinni í vetur.

1. Kveiktu á tónlist sem kemur þér í stuð.

Það að kveikja á peppaðri tónlist sem kemur þér í stuð getur gert helling. Um leið og þú ert komin/n í stuðið er hvatinn til að fara í ræktina svo miklu meiri. Mér finnst best að finna tónlist á Spotify en þar er heill hellingur af tilbúnum playlistum sem hægt er að hlusta á svo er auðvitað hægt að búa til sinn eigin. Hér að neðan má sjá Spotify playlistana okkar Birgittu og er ykkur velkomið að fylgja okkur!

2. Fáðu þér pre-workout

Á meðan þú blastar þinni uppáhalds tónlist er um að gera að fá sér pre-workout. Það er stútfullt af koffíni sem gefur þér aukna orku á æfingunni og ýtir undir hvatann til að hreyfa sig. Best er að drekka pre-work out um það bil 30 mínútum fyrir æfingu. Mér finnst alltaf vera viss stemning í að fá sér pre-workout en þegar við vinkonurnar förum saman á æfingu hittumst við oft hálftíma fyrr og dekkum pre saman.
Það eru til mjög margar tegundir af pre-workout drykkjum og er bæði hægt að kaupa í matvöruverslunum ásamt miklu úrvali í fæðubótaverslunum. Einnig er hægt að sækja sér koffín úr kaffi eða grænu tei.

3. Lofaðu þér bara 20 mínútum

Ef þú ert alls ekki í gírnum, ert orkulaus og nennir varla á æfingu er oft gott að setja sér markmið að fara bara í 20 mínútur. Það er svo lítill tími að maður getur alveg drifið sig svo stutt. Þegar þú svo klárar 20 mínúturnar eru mestar líkur á að þú takir þér lengri æfingu því það er bara svo gaman að æfa!

4. Settu þér ræktartengd markmið

Það að vera skipulagður í daglegu lífi hefur mikil áhrif á vellíðan. Markmið eru að mínu mati mikil hvatning til að fara í ræktina oftar. Ég set mér markmið fyrir hvern og einn mánuð fyrir ræktina sem yfirleitt tengjast því að ná betri árangri í ákveðnum æfingum hvort sem þær eru styrktar eða þol æfingar.

5. Sæktu þér innblástur af æfingum á netinu

Oft á tíðum er maður alveg hugmyndasnauður um hvað maður eigi að gera á æfingum. Ég skoða mikið instagram og youtube til að fá hugmyndir af æfingum hverju sinni. Mér finnst fátt skemmtilegra en að prófa nýjar fjölbreyttar æfingar og virkar það því sem mikil hvatning fyrir mig til þess að drífa mig í ræktina.

6. Finndu þér ræktarfélaga

Nýttu þér ræktarferðina til þess að vera með vinum en það er mikilvægt að eiga góðan ræktarfélaga. Það er alltaf miklu skemmtilegra að prófa nýjar æfingar og reyna á sig þegar maður getur hlegið og haft gaman með einhverjum. Ákveðið tíma til að fara alltaf saman í hverri viku þar sem bannað er að beila – ræktarfélagar þurfa að hvetja hvor annan á æfingu.  Skiptist á að velja æfingar hverju sinni og lítið á ræktarferðina sem skemmtun. Um leið og við njótum þess sem við erum að gera þá náum við árangri.

7. Fáðu þér ný æfingaföt

Það er alltaf spennandi að æfa í nýjum fatnaði og skóm. Nýjum fatnaði fylgir nefnilega oft meira sjálfsöryggi og því betur sem okkur líður með okkur sjálf, því meiri líkur eru á að við mætum í ræktina. Þrátt fyrir ánægjuna við ný æfingarföt þá þá skiptir að sjálfsögðu mestu máli að líða vel í því sem við erum klædd, hvort sem fötin eru gömul eða ný. Uppáhalds æfingarfötin mín koma frá nike en þessa stundina nota ég mest Nike Pro Cool Tank bolina og Nike Power Speed buxurnar.

Nú er engin afsökun lengur til að mæta ekki á æfingu – gangi ykkur vel!

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)

NÝLEGT