Ragga Nagli: Omega-3

Ragga Nagli: Omega-3

“Fuss og svei, til hvers ætti ég að smjatta á slíku? Maður ropar bara vondu bragði”

Ástæðurnar eru svo margar að maður fær valkvíða hvar á að byrja. Í fyrsta lagi fyrir litlu pumpuna í brjóstkassanum. Hjarta- og æðasjúkdómar eru alls óþekktir hjá nágrönnum okkar eskimóunum á Grænlandi, þrátt fyrir að fita úr fiski sé aðalstjarnan í mataræði þeirra. Þessi staðreynd ýtti við dönskum rannsakendum og í ljós kom að tvær sýrur… ekki smjörsýra þó… DHA og EPA láta sér fátt mannlegt óviðkomandi þegar kemur að bættri heilsu. Á verkefnaskrá þeirra er meðal annars að lækka LDL kólesterólið (þetta leiðinlega), auka blóðflæði, styrkja æðaveggina, lækka blóðfitu, stuðla að betri blóðstorknun og lækka blóðþrýsting.

Félagarnir DHA (docosahexaenoic acid) og EPA (eicosapentaenoic acid eru voða skotnir í öllu fiskmeti eins og laxi, makríl, sardínum og túnfiski. Hinsvegar systir þeirra hún ALA, kúrir frekar í hörfræjum og valhnetum. Það þarf að breyta henni fyrst í EPA, síðan í DHA til að hún nýtist sem best. Til þess að græða sem mest á þessari familíu er best að knúsa bræðurna EPA og DHA.

Nútímamaðurinn fær því miður ekki nóg af Omega-3 úr fæðunni, en slafrar hinsvegar í flestum tilfellum nægilegt magn af frænkum hennar Omega-6 og 9 úr jurtaolíum. Þess vegna er ráðlegt að borða fæðu sem er rík af Omega-3 til dæmis úr feitum fiski (lax, makríl, silungi, lúðu og fleirum), eða þeir sem eru grænmetisætur eða grænkerar fjárfesta í fiskolíubelgjum og gúlla nokkra slíka á dag.

EPA og DHA stuðla að minni bólgumyndun í líkamanum sem er afar jákvætt fyrir okkur sem refsum járninu, því það minnkar líkur á vöðvaskemmdum.

EPA og DHA stuðla að minni bólgumyndun í líkamanum sem er afar jákvætt fyrir okkur sem refsum járninu, því það minnkar líkur á vöðvaskemmdum. Minni bólgumyndun er einnig mjög jákvætt fyrir liðina og fiskolía löðrar þá í smurningi og dregur úr morgunstífleika og sársauka hjá gigtarsjúklingum. Ekki má gleyma að heilinn er einn stærsti neytandinn á DHA og geymir meira en 20 grömm af því. Ekki nóg með það, heldur stuðla þeir félagar að myndun á mýelínslíðri utan um frumur. Það hefur ekki einvörðungu jákvæð áhrif á hjartað og vöðvavöxt heldur einnig á gráa og hvíta gumsið í hauskúpunni því það stuðlar að vexti á nýjum heilafrumum.

Skilaboðin renna því eins og á listskautum um núðluna og við erum skarpasti hnífurinn í skúffunni og líkur á á elliglöpum og Alzheimer snarminnka. Á meðgöngu og brjóstagjöf eru DHA og EPA nauðsynlegri en regnhlíf í Vík í Mýrdal. Mamma gamla þarf að veita þeim til hvítvoðungsins svo heilabörkur og sjónhimna þroskist eðlilega.

Til þess að njóta alls hins besta sem fiskolía hefur upp á að bjóða fyrir musterið okkar hefur National Institute of Health í Ammeríkunni ráðlagt 1 gramm af DHA og EPA á dag. Algengast er að 180 mg af DHA/EPA séu í 1000 mg belgjum sem þýðir að við kyngjum 4-6 slíkum belgjum á dag í tveimur til þremur áföngum til að valhoppa af gleði og heilsu.

NOW Omega-3 fiskolía er fáanleg í flestum matvöruverslunum landsins bláa.

Höfundur: Ragga nagli

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT