Search
Close this search box.
Ragga Nagli: Ráð fyrir stífa mjaðmavöðva

Ragga Nagli: Ráð fyrir stífa mjaðmavöðva

Því fer skrokkurinn í allskonar uppbætingaraðgerðir til að framkvæma hreyfinguna og teygja búkinn og hrista. En þetta vesen getur valdið meiðslum og er oft sökudólgurinn í hnévandamálum, en getur dreift sér allt frá ökkla upp í öxl. Axlarvandamál má nefnilega oft tengja í lélegan snúning á mjöðm. Smá nesti fyrir heilann. 

Latir rassvöðvar valda jafnframt álagi á hamstring og mænuvöðvana en til þess að ná að rétta úr mjöðminni að fullu þarf að vera góður hreyfiferill fyrir snúning til staðar. Það þykir eðlilegt að geta tvistað mjöðmina 35-45 gráður. Tvistaðu til að gleyma eins og Sæmi Rokk forðum daga.

Lausnin er að styrkja rassvöðvana með góðum æfingu, sem og að teygja og opna mjaðmirnar vel. Sérstaklega fyrir fótaæfingar eins og hnébeygju og aðrar æfingar sem krefjast þess að við flexum mjöðmina djúpt.

Ragga Nagli – teygja

Þessi teygja lítur dónalega út í framkvæmd, en er algjört nammi til að opna mjaðmirnar og auka hreyfanleika í mjaðmavöðvunum, sérstaklega fyrir innri snúning á mjöðm.

  • Sestu á gólfið á hendur og fætur (á „fjórar fætur“) með hné fyrir ofan tær. Snúðu tánum útávið. 
  • Sestu afturábak í átt að tánum og haltu teygjunni í nokkrar sekúndur og komdu svo aftur fram með þungann og bringuna yfir hendurnar. 
  • Gerðu 10 endurtekningar og reyndu að setjast lengra aftur með rassinn í hverri endurtekningu. 

Hér er mikilvægt að einblína á öndunina, og blása mjög hægt frá á útöndun inní sársaukann því þessi teygja er jafn þægileg og að labba á Legókubbum.

Höfundur: Ragga Nagli

NÝLEGT