Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngu

Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngu

Húðvörur á meðgöngunni

Rannsóknir hafa ekki sannað að krem eða olíur komi í veg fyrir húðslit heldur tengist það mikið hormónum, hreyfingu, mataræði og húðgerð konunnar. En að gefa húðinni góðan raka getur hjálpað til við margt annað sem getur fylgt stækkandi kúlu og brjóstum. Því getur verið gott að skoða góðar húðvörur á meðgöngu.

Nú er ég gengin rúmar 33 vikur og margt hefur breyst. Kúlan stækkar og stækkar og það teygjist á húðinni. Því getur fylgt t.d. þurrkur, kláði og jafnvel slit. Ég hef verið svolítið stíf í mjöðmunum og bakinu þannig ég reyni að vera dugleg að fara í heitan pott sem þurrkar upp húðina. Ég ber alltaf á mig krem og/eða olíu eftir sturtu eða pottinn og mér finnst það koma í veg fyrir kláða og húðin verður mýkri.

Mig langaði til að segja ykkur örstutt frá þremur rakabombum sem ég er að nota og er virkilega ánægð með.

NOW E-vítamín krem

Þetta krem er algjör rakabomba og inniheldur, eins og nafnið gefur til kynna, E-vítamín í miklu magni. Ég ber þetta krem á bumbuna og brjóstin. Síðan set ég restina á handarbakið eða smá í andlitið. Ef ég er sérstaklega þurr einhverstaðar þá nota ég þetta líka, t.d. á olnbogana.

NOW E-olía

Olían á að endurnýja húðina og gefa mikinn raka. Ég bæti þessari olíu saman við önnur krem eða olíur sem innihalda ekki E-vítamín, eins og t.d. við kókosolíu frá Himneskri Hollustu sem er lífræn, en ég nota hana bæði á húðina og í matargerð.

Þessar vörur frá NOW fást t.d. í apótekum, Krónunni, Nettó, H Verslun og Fjarðarkaup.

Bionic Lotion frá Neostrata – góðar húðvörur á meðgöngu

Ég fór í myndatöku fyrir herferð hjá Neostrata í vor og hef verið að prufa mig svolítið áfram með vörurnar frá þeim. Þetta er virkilega flott merki og húðvörurnar frá Neostrata innihalda efni sem kallast ávaxtasýrur, en rannsóknir sýna að þær hafa verulega bætandi áhrif á húðina.

Þetta krem er létt ,,body lotion“ sem hæfir öllum húðgerðum. Það er mýkjandi og rakagefandi en ég elska að bera þetta á allan líkamann og nota þetta daglega núna eftir sturtu. Bionic Lotion inniheldur tvær PHA sýrur (12% gluconolactone, 3% lactobionic acid) auk E-vítamíns.

Neostrata húðvörurnar fást í apótekum.

Úr Neostrata myndatökunni.
Ljósmyndari: Kári Sverris
Förðun: Guðbjörg Huldís

Höfundur: Indíana Nanna

NÝLEGT