ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
„Rauðrófur skora hátt þegar kemur að hollustugildi“

„Rauðrófur skora hátt þegar kemur að hollustugildi“

Hér eru nokkrar ástæður af hverju við ættum að nota meir af rauðrófum í daglegu mataræði okkar, hvort sem þær eru eldaðar, ferskar, djúsaðar eða notað rauðrófuduft út á jógúrtið eða í morgunboostið. Rauðrófur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að lauma þeim oft og reglulega inn í mataræðið mitt því þær skora hátt þegar kemur að hollustugildi. Rauðrófur innihalda t.d. næringarefni eins og A vítamín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar, nítröt og virka efnið betalín. Nú er hægt að fá hágæða rauðrófuduft frá Now sem er unnið úr óerfðarbreyttum þurrkuðum

Meira líkamlegt úthald og jákvæð áhrif á blóðþrýsting.

Rauðrófur innihalda mikið magn af nítrötum sem hafa æðaútvíkkandi og blóðflæðisaukandi áhrif og hafa þannig lækkandi áhrif á blóðþrýsting. Nítröt í rauðrófum umbreytast í nítrið oxíð og auka súrefnisupptöku í líkamanum og hafa rauðrófur m.a. verið notaðar af íþróttafólki og fólki sem æfir reglulega til að auka úthald við æfingar.

Hreinsandi fyrir lifrina.

Rauðrófur eru góðar fyrir starfssemi lifrarinnar en virka efnið betalín eykur framleiðslu á ákveðnum ensímum í lifrinni sem eru mikilvæg í að afeitra ýmis toxísk efni og úrgangsefni í líkamanum og geta rauðrófur þannig stuðlað að heilbrigðari starfssemi lifrarinnar.

Betri hægðir og melting.

Rauðrófur innihalda mikið magn af trefjum og öðrum efnum sem eru meltingunni gagnleg og sem hafa örvandi áhrif á hægðir og jákvæð áhrif á þarmaflóruna.

Verndandi gegn ótímabærri öldrun.

Rauðrófur eru ríkar af andoxunarefnum eins og karótíni en andoxunarefni verja frumur okkar gegn sindurefnum og oxun og geta þannig hægt á öldrun frumna.

Yngjandi rauðrófuboost.

Hér er uppskrift af fagurbleikum drykk sem er sneisafullur af góðri næringu og inniheldur m.a. hreint rauðrófuduft og kollagen prótein sem stuðlar að heilbrigðari húð, hári og nöglum. Þessi drykkur er í senn uppbyggjandi og hreinsandi og afar ljúffengur.

Öllu skellt í blandara og njóta!

Höfundur: Ásdís Grasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest