Search
Close this search box.
Rautt pestó Ebbu Guðnýjar

Rautt pestó Ebbu Guðnýjar

Himneskt rautt pestó sem slær alltaf í gegn. Ebba Guðný deilir hér með okkur sinni uppskrift að yndislegu rauðu pestói. Henni finnst æðislegt að fá sér pestóið ofan á speltkexið frá Himneskri Hollustu en það er auðvitað hægt að nota það í svo margt eins og t.d. ofan á kjúkling eða brauð.

Innihald:

100g ristaðar kasjúhnetur frá Himneskri Hollustu (má vera meira)
1 – 1 og 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar (olíunni og kryddinu hellt af) 
1 poki íslenskt klettasalat (má vera minna)
1 lúka steinselja
2-3 hvítlauksrif, pressuð
Kaldpressuð basil ólífuolía frá Himneskri Hollustu eftir smekk (svo maukist vel)
1/2 – 1 dl ólífuolía frá Himneskri hollustu
1 msk sítrónusafi
Sjávarsalt og pipar

Aðferð:

Saxið aðeins kasjúhneturnar og ristið svo í potti eða í ofni við 180°C þangað til þær hafa aðeins tekið lit (ekki brenna þær!). Setjið sólþurrkaða tómata í matvinnsluvél eða blandara og hakkið fremur gróft. Bætið klettasalati við, steinselju, hvítlauk og olíunni. Maukið saman gróft. Setjið hneturnar síðast og blandið saman öllu með skeið í lokin. Geymist í krukku með loki inni í ísskáp í um 3-4 daga.

Uppskriftin er úr bókinni Eldað með Ebbu.

NÝLEGT