Search
Close this search box.
Reisuplön

Reisuplön

London – Bretland

Við ætlum að byrja á því að eyða nokkrum dögum í London. Við höfum ekki planað alla dagana en við ætlum að fara í Harry Potter Warner Bros Studio-ið þar sem við báðar erum algjörir Harry Potter perrar (ég veit, lúðalegt) en hér er linkur á vefsíðuna hjá þeim ef þið hafið áhuga: HÉR .

London-2

London

Harry-Potter-1-1

Sydney, Brisbane & Hamilton island- Ástralía

Okkur hefur alltaf dreymt um að fara til Ástralíu svo við ætlum að vera lengst þar af öllum stöðum. Eins og planið er núna ætlum við að eyða um tveimur vikum þar og heimsækja nokkra staði. Við fljúgum frá London til Singapore og svo beint þaðan til Sydney. Við vitum í raun ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera þar en ég verð allavegana að sjá Koala birni, kengúrur og Bondi beach. Við ætlum að vera viku í Sidney og fara í einhverjar ferðir frá henni. Svo förum við til Brisbane og rétt fyrir utan borgina er eyja sem heitir Hamilton sem við ætlum að heimsækja. Svo eru fullt af tónleikum í Sydney og Brisbane á þessum tíma svo við förum klárlega á einhverja tónleika. 

Brisbane

Brisbane

Brisbane-2

Hamilton Island

Hamilton-2

Hamilton

Sydney 

Koala

Sydney_1508665133489

Auckland – Nýja Sjáland

Verður maður ekki að fara til Nýja Sjálands þegar maður er kominn alla leið til Ástralíu? Jú ég held það. Við ætlum að fara til Nýja Sjálands og vera þar í um viku. Við ætlum að gista í borg sem heitir Auckland og er norðarlega á Nýja Sjálandi (s.s. nær miðbaug og því aðeins heitara). Auckland er líka í klukkutíma fjarlægð frá Hobbiton (þar sem Lord Of The Rings var tekin upp) og ætlum við að taka túr og skoða helstu upptökustaði LOTR. Við ætum bara að skoða náttúruperlur Nýja Sjálands og kynnast lífinu þar. 

Auckland_1508683065296

Auckland-2

Cook Islands

Til þess að vera hreinskilin veit ég ekkert um þennan stað og okkur langar bara að fara þangað til þess að slappa af á fallegri strönd í hita með kokteil í hendi allan daginn. Ég bókstaflega þekki engan sem hefur heimsótt þessar eyjur og mér finnst eitthvað mjög spennandi við það að fara bara á einhverja eyju í miðju kyrrahafinu og slappa af og skoða.

Cook

Cook-island-4

Cook-island-3

Cook-island

Vietnam – Ha Long Bay

Við ætlum að eyða viku í Víetnam. Ég er sjúklega spennt að skoða Ha Long Bay, tökustaði King Kong, sögulegar slóðir eftir Víetnam stríðið og smakka alvöru asískan mat. 

Ha-long

Vietnam_1508841924828

Laos 

Í Laos ætlum við að skoða öll þessi fallegu Temple-s sem eru þar. Svo ætlum við að prófa tunneling sem er mjög vinsælt í Laos. Tunneling er s.s. þannig að þú ferð á svona doughnut í á og rennir þér niður ánna og við ánna eru fullt af mismunandi börum sem þú stoppar á og mismunandi rennibrautir til að renna sér útí ánna.

 Vietnam_1508841924828

Laos-2

Cambodia

Angkor Wat er einn af þeim stöðum sem mig hefur lengi langað að sjá og loksins verður það að veruleika í Cambodiu. Svo eru strendurnar í Cambodiu í ruglinu flottar.

Cambodia

Cambodia-2

Tæland og Tælensku eyjarnar

Þegar við förum til Tælands þá ætla kærastar okkar að hitta okkur og klára reisuna með okkur, sjúklega spennt fyrir því. Við ætlum að skoða Bangkok en svo ætlum við að eyða mestum tímanum á eyjum í Tælandi, Phuket, Koh Phi Phi og fleiri. Við verðum svo væntanlega að prófa full moon party. Svo er ég spennt að skoða apana á ströndinni og fara í Scuba diving.

Tae

Taeaeae

Tae4

Tae3

Indonesia – Bali

Á leiðinni til Balí ætlum við að taka stopp í annað hvort Kúala Lúmpúr eða Singapore og skoða. En svo ætlum við til Balí að stappa af. Mig langar mjög mikið að fara á túr á bát um aðra hluta Indónesíu í gegnum skógana þar, sem ég get séð Órangútana sem lifa þar. Ég er líka mjög spennt að skoða hrísgrjónaakrana og náttúruna.

Indo

Indooo

Indo4

Indo2

Screen-Shot-2017-10-24-at-11.17.28

Gæti svo auðvitað ekki beðið um betri ferðafélaga <3

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT