Search
Close this search box.
RETINÓL

RETINÓL

Vörukynning

Retinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar.

Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim. A-vítamín er  innihaldsefni sem getur dregið úr fínum línum, aukið þéttleika húðarinnar, örvað kollagen framleiðslu og verndað húðina gegn frekari skemmdum.
Retinól finnst í styrkleika frá 0,03% og upp í 1%. Því hærri próstentustuðull, því virkari er varan. Einstaklingum sem aldrei hafa notað Retinól vörur ber þó að varast að fara beint í sterkari vörurnar, Retinól er vara sem húðin þarf að venjast hægt og rólega. Meira er ekki endilega betra.
Byrjið í lágri prósentu, þegar húðin hefur vanist þeim styrkleika vel er hægt að byggja sig rólega upp í hærri styrkleika.
Það sem gerir Retinól að virkri vöru er að það nær að vinna mjög djúpt inn í húðina. Það vinnur sig frá dýpri lögum húðarinnar og upp. Retinól virkjar kollagen og elastín próteinin og fær þau til að framleiða prótein enn hraðar. Retinól hraðar einnig á endurnýjun húðfruma og verndar gegn skaðlegum þáttum sem geta haft slæm áhrif á húðina. Með reglulegri notkun verða fínni línur minna sjáanlegar, litarhaft húðarinnar verður jafnara og náttúrulegra, húðin verður þéttari og teygjanleiki eykst. Sum form af Retinól geta líka verið afar áhrifarík meðferð gegn bólum.


Þegar Retinól er notað er algengt að húðin upplifi létta aukaverkun. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af en þetta kallast umbreytingarskeið. Húðin er að umbreytast hraðar en hún er vön. Húðin getur þá upplifað viðkvæmni, roða og ertingu. Sumir geta flagnað léttilega. Húð hvers og eins er ólík og það er umbreytingarskeiðið einnig. Ef húðin þín upplifir ekki neina aukverkanir þýðir það ekki að varan sé ekki að virka. Umbreytingarskeiðið getur varað í 2-6 vikur.

Vegna þessa er mikilvægt að fara varlega af stað. Við viljum ekki koma húðinni í uppnám, þá er hætta á að hún skaðist. Farið varlega í ertandi vörur eins og grófa kornaskrúbba eða þurrkandi andlitshreinsa á meðan verið er að nota retinól. Verið dugleg að nota nærandi rakakrem, Dermal Replenishment andlitskremið í Skin Active vörulínunni hentar sérstaklega vel með notkun retinóls og má nota það krem kvölds og morgna.

Það er einnig afar mikilvægt að nota alltaf sólarvörn þegar Retinól vörur eru notaðar. Sheer Physical Protection SPF 50 sólarvörnin og dagkremið Matrix Support SPF 30 veita húðinni góða vörn gegn UVA og UVB geislum sólar.

Ef þú finnur fyrir mikilli viðkvæmni og óþægindum skaltu annað hvort draga úr notkun vörunnar eða hætta alveg meðan húðin jafnar sig og prófa svo aftur.
Byrjið eingöngu tvisvar í viku og byggið húðina upp rólega í daglega notkun.

Árangurinn byrjar að koma í ljós eftir umbreytingarskeiðið, húðin verður þéttari, fínar línur minna sjáanlegar, Húðin verður þéttari og sléttari. Fínar línur verða minna sjáanlegri og jafnvel sýnileiki húðhola minnkar. Teygjanleiki húðarinnar verður betri, litarhaft húðarinnar verður jafnara og bjartara. 

Notið ávalt Retinól vörur á kvöldin. Ef ávaxtasýrur eru notaðar skal ekki nota þær sama kvöld. Notið sýrur og Retinól á sitthvoru kvöldinu eða skiptið niður og notið sýrurnar á daginn og Retinól á kvöldin.

Retinól skal ekki nota á meðgöngu

Retinól má finna í mörgum augnkremum en augnsvæðið er það svæði á andlitinu þar sem öldrunarmerki gera fyrst vart við sig. Augnsvæðið er afar þunnt og þarf að huga vandlega að. Ekki má nota Retinól vörur á augnsvæðið sem eru ekki sérstaklega hannaðar sem slíkar.

Ný vörulína NEOSTRATA, Correct, inniheldur tvær retinól vörur sem henta vel fyrir þá sem eru að fikra sín fyrstu skref í retinól notkun. Comprehensive Retinol Eye Cream er öflugt augnkrem sem vinnur á fínum línum, þéttleika augnsvæðisins og dökkum baugum. Húðin endurnýjar sig og með reglulegri notkun verður augnsvæðið bjartara, þéttara og heilbrigðara.
Augnkremið inniheldur 0,05% hreint Retinól og 4% NeoGlucosamine®. Saman dregur þetta úr mislit á augnsvæðinu og jafnar húðlitin.

Neostrata Comprehensive Retinol 0,3% Night Serum er virkt nætur serum sem nær djúpt inn í lög húðarinnar. Það vinnur vel á fínum línum, þéttleika húðarinnar og teygjanleika. Serumið inniheldur 0,3% hreint Retinól og 0,1% Hýalúrónsýru. Hýalúrónsýran sér til þess að húðin viðhaldi raka sínum.
Líkt og með augnkremið þarf að byggja sig rólega upp í notkun á vörunni. Byrjið 1-2x í viku að kvöldi til og bætið við einu kvöldi þegar húðin hefur vanist vörunni. Vinnið ykkur upp í notkun á hverju kvöldi.

Með tímanum verður húðin þéttari, bjartari og fínar línur verða minna sjáanlegri. 

Fyrir lengra komna eða þegar húðin hefur vanist Retinól vörunum úr Correct vörulínunni er tilvalið að færa sig yfir í Retinol Repair Complex í Skin Active vörulínunni.

Varan inniheldur sterkari formúlu af Retinól eða 0,5% sem þéttir húðina enn frekar, dregur úr öldrunarblettum, fínum línum og húðholum. NeoGlucosamine® vinnur vel við að jafna húðlitinn á yfirborði húðarinnar.

NEOSTRATA vörur fást í öllum helstu apótekum og hér á hverslun.is

Allar frekari upplýsngar um Neostrata vörurnar má finna inni á heimasíðu Neostrata

Neostrata á samfélagsmiðlum:

Hér má fylgjast með Neostrata á Instagram

Hér má fylgjast með Neostrata á Facebook

NÝLEGT