Reykjavík Roses x Converse

Reykjavík Roses x Converse

 

Þeir Arnar Leó Ágústsson, Sturla Sær Fjeldsted, Hlynur James Hákonarson og Konráð Logi Bjartmarsson eru strákarnir á bakvið Reykjavík Roses. Fatamerkið einkennist af götutísku þar sem tvær stefnur eru í fyrirrúmi, annars vegar grafík sem lögð er mikil vinna í og sett er á fötin, og hins vegar einföld og stílhrein hönnun. 

Converse á Íslandi átti hugmyndina að þessu skemmtilega samstarfi en strákarnir fengu alfarið frjálsar hendur þegar kom að hönnun línunnar. Ferlið er búið að vera lærdómsríkt og spennandi að mati Arnars en þetta er búið að vera í vinnslu í um tvo mánuði. Fatalínan fer í sölu í Smash Kringlunni Laugardaginn 05.05.18 og verður einungis fáanleg á Íslandi. 


Við hlökkum til að sjá meira frá þessum flottu merkjum í framtíðinni!

Myndir: xdeathrow

Höfundur: H Talari

NÝLEGT