Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Undirbúningurinn minn fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur ekki verið rosalega flókinn. Ég ákvað að vera ekki að stressa mig of mikið á að ná ákveðnum tíma heldur bara njóta þess að hlaupa. Samt sem áður vil ég ná að vera undir 2 klukkutímum á fínu tempói. Hlaupaplanið mitt hefur verið langt hlaup einu sinni í viku (10 – 18 km) og tvisvar í viku hlaupa spretti þegar ég fer í ræktina. 

IMG_9545

IMG_9546

Ég fór fyrir stuttu í H Verslun og fékk mér allt fyrir hlaupið. Keypti ég mér nýja hlaupaskó sem eru mjög mjúkir og gefa góðan stuðning fyrir hnén, þeir fást hér. Þar er fátt mikilvægara en góðir hlaupasokkar og eru þessir mjög góðir, koma í veg fyrir blöðrur og eru einnig mjúkir.  Einnig fékk mér nýjan Nike bol, persónulega finnst mér lang best að æfa í síðerma bol sem andar vel og er þessi nýr uppáhalds. Getur kíkt á svipaðan bol  hér. 

IMG_9535

IMG_9536

Það getur verið erfitt að finna sér góðar hlaupabuxur, margar finnst mér leka mikið niður og finnst mér einnig pirrandi að vera með rennilás á kálfunum. Þessar frá Nike henta því vel og fást þær hér og einnig í H Verslun. Íþróttatoppur virka flestir allir fyrir mig en vel ég mér þá bara flottustu og elska ég þessa frá Nike. Topparnir nota ég alla daga bæði í rækt og dagsdaglega. 

IMG_9766
Takk kærlega fyrir lesturinn og ef þið viljið fylgjast eitthvað meira með mér getiði kíkt á heimasíðuna mína www.healthbyhildur.com og einnig Instagram.
– Hildur Sif Hauks

 

NÝLEGT