Ristað kókossmjör

Ristað kókossmjör

Innihald:

  • 200-400 grömm af kókosmjöli frá Himneskri Hollustu (ristað á pönnu ef vill) 

_mg_6960

Aðferð: Byrjið á því að rista kókosmjölið á lágum hita þar til mjölið er orðið gyllt. Það er ekki nauðsynlegt að rista allan kókosinn heldur einungis meirihlutann. Þessu skrefi má sleppa ef maður vill.

Næst skal setja kókosmjölið í matvinnsluvél og blanda vel. Ég þurfti að stoppa nokkrum sinnum og skrapa kókosmjöl niður meðfram hliðunum og halda áfram að blanda. Blandið þar til þið fáið mjúka áferð. Það tók mig ca. 15 mínútur en tíminn fer algjörlega eftir gæðum matvinnsluvélarinnar og hversu gróft eða fínt þú vilt að kókossmjörið verði.

_mg_6955

_mg_6956

Geymið kókossmjörið í lokaðri krukku eða loftþéttu íláti. Kókossmjörið endist í 2-3 vikur og það er eðlilegt að það aðskilur sig, hrærið bara vel í því fyrir notkun. Það er líka eðlilegt að kókossmjörið harðni við stofuhita, t.d. yfir nótt. Ef þið viljið mýkja smjörið er gott að setja það í örbylgjuna í 10+ sekúndur (passið að brenna það ekki) eða yfir heitt vatnsbað jafnvel. 

Setjið á jógúrtið, grautinn eða jafnvel út í smoothie, borðið með ávöxtum eða notið í orkukúlugerð!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT