Innihald:
- 2 krukkur af kjúklingabaunum frá Himneskri Hollustu
- 2-3 msk af kaldpressaðri extra jómfrúar ólífuolíu frá Himneskri Hollustu (e. extra virgin)
- Krydd eftir smekk, ég nota 1 tsk paprikukrydd, 2 tsk af reyktu paprikukryddi, 1/2 tsk af cayenne pipar og 1 tsk af hvítlaukskryddi
Aðferð:
1. Byrjið á því að hella kjúklingabaununum í gegnum sigti og skolið þær með köldu vatni.
2. Næst skal leggja baunirnar á hreint viskustykki og þerra þær. Til að þerra þær er hægt að nota þurrkur en ég nota annað hreint viskustykki í verkið. Leggið viskustykkið yfir baunirnar og strjúkið fram og aftur. Hýðið á baununum getur farið af en það er ekki nauðsynlegt að fjarlægja hýðið af öllum baununum frekar en þið viljið.
3. Færið baunirnar yfir í stóra skál og setjið ólífuolíu og krydd eftir smekk. Hrærið vel saman og gætið þess að allar baunirnar fá olíu og krydd á sig, það má ekki skilja neina baun útundan!
4. Leggið baunirnar á hreina bökunarplötu. Ekki er nauðsynlegt að setja bökunarpappír undir en baunirnar verða stökkari ef þær liggja aðeins á bökunarplötunni. Bökunarplatan fer í miðjuna á ofninum en þannig ristast þær best.
5. Ristið kjúklingabaunirnar inn í ofni á 200°C í 35-40 mínútur. Það er mjög mikilvægt að hreyfa við baununum á 10-15 mínútna fresti. Þetta kemur í veg fyrir að þær brenni auk þess ristast þær jafnt á öllum hliðum. Ég tek bökunarplötuna varlega úr ofninum, loka honum hratt svo hitinn sleppur ekki út og ég einfaldlega hristi bökunarplötuna vel og vandlega og set plötuna svo aftur inn í ofninn. Fylgist vel með baununum síðustu mínúturnar svo þær brenna ekki.
6. Þegar búið er að rista baunirnar í 35-40 mínútur skal leyfa þeim að kólna í 5 mínútur. Baunirnar eru fljótar að kólna en bökunarplatan er það ekki! Færið baunirnar varlega af bökunarplötunni yfir í ílát, sjálf nota ég glerkrukku eða stóra skál.
Þið getið geymt kjúklingabaunirnar í lokuðu íláti í allt að viku en ég mæli sterklega með að borða þær nokkrum mínútum eftir að þær koma úr ofninum, þá eru þær sem stökkastar. Ég mæli ekki með að geyma þær inni í ísskáp en þá verða þær mjúkar. Geymið á eldhúsborðinu eða uppi í skáp og passið að þær séu alveg búnar að kólna ef það á að geyma þær. Ristaðar kjúklingabaunir eru frábærar í salöt, í vegan-skálar eða bara sem snakk einar og sér.
Njótið vel!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats