Innihald
1 box eða 2 lúkur af sveppum, skornir
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 dós lífræn kókosmjólk frá Dr. Goerg (hrærið í innihaldinu með gaffli eftir að dósin er opnuð)
Fersk steinselja, u.þ.b. 1/4 til 1/2 búnt saxað smátt
2-3 msk næringarger frá Naturata (þetta er algjör snilld í vegan matreiðslu til að fá ostabragð)
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð: Steikið sveppina og hvítlaukinn upp úr góðri olíu (t.d. hitaþolinni steikingarolíu frá Himneskri Hollustu) í 5 mínútur eða þar til sveppirnir mýkjast og gefa frá sér safa. Bætið við kókosmjólkinni, steinseljunni, næringargerinu, salti og pipar og leyfið að malla þar til áferðin er eins og þið viljið hafa sósuna eða í u.þ.b. 5-7 mínútur. Berið strax fram.
Hér er sósan borin fram með hnetusteik, ofnbökuðum sætum kartöflum og salati.