Róaðu taugarnar á náttúrulegan hátt

Róaðu taugarnar á náttúrulegan hátt

Helstu eiginleikar burnirótar

Burnirótin (rhodiola) er öflugt náttúrulegt adaptógen (skv. orðabók: efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu). Burnirótin tilheyrir fjölskyldu plantna sem búa yfir adaptógenum og geta því hjálpað líkamanum að aðlagast líkamlegri, kemískri og umhverfislegri streitu, en burnirótin er talin sú öflugasta innan þessarar fjölskyldu.

Rannsóknir sýna að í burnirótinni er að finna fimm virk líffræðileg efni, þ.e. rosin, rhodioloside, rosarin, salidroside og tyrosol. Eitt þessara efna, salidroside, er virkt andoxunarefni sem dregur úr áhrifum öldrunar.

Á sínum tíma notuðu víkingarnir burnirótina til að efla líkamlegan styrk sinn og Sherparnir hafa notað hana þegar þeir klífa há fjöll, meðal annars Everest. Á síðustu 70 árum hafa Rússar mikið nýtt sér eiginleika burnirótarinnar til að bæta vinnuafköst, koma í veg fyrir svefnleysi, þreytu, þunglyndi og til að auka úthald íþróttamanna.

Burnirótin eykur fitubrennslu

Einn af bestu eiginleikum burnirótarinnar er að hún hjálpar líkamanum að brenna uppsafnaðri fitu og umbreyta í orku. Efnið rosavin örvar virkni ensíms sem kallast lípasi) (hormónanæmur fitukljúfur) og getur brotið niður fitu sem safnast hefur í kviðinn. Rannsóknir sýna að sé burnirótin notuð samhliða léttri líkamsrækt örvast niðurbrot kviðfitunnar enn frekar.

Burnirótin veitir íþróttamönnum aukið úthald

Burnirótin eykur þol og úthald með því að fjölga rauðum blóðkornum. Rauð blóðkorn flytja súrefni til vöðvanna og með því að hafa meira magn af þeim, má verulega örva getu íþróttamanna og draga úr þreytueinkennum, auk þess sem hún dregur úr mjólkursýrumyndun og vöðvaskemmdum. 

Þessir eiginleikar burnirótar virka ekki bara vel á þá sem eru íþróttamenn, heldur á alla sem taka hana inn, hvort sem vinnustaður þeirra er heimavið, á skrifstofu, í verksmiðju, á sjó eða í námi.

Burnirót dregur úr þunglyndi og eflir starfsemi heilans

Enn einn stórkostlegur eiginleiki burnirótarinnar er að hún eflir heilbrigði heilans og er vörn gegn þunglyndi. Burnirótin eykur næmi taugafrumna (frumna í heilanum og taugakerfinu), þar á meðal taugaboðefnanna tveggja serótóníns og dópamíns. Þessi taugaboðefni eru þekkt fyrir að bæta fókus, minni, ánægjutilfinningar og létta lund, auk þess sem dópamínið dregur úr fæðufíkn.

Sumir læknar sem stunda heildrænar lækningar e.(functional medicine) hafa mælt með burnirót fyrir þá sem eru greindir með ADD og ADHD, þar sem rótin býr yfir þeim eiginleikum að efla fókusinn.

Í þessari grein hef ég einungis farið yfir hluta af því sem burnirótin getur gert fyrir heilsuna, því hún er m.a. líka talin góð til að lækka slæma kólesterólið og styrkja skjaldkirtilinn. Það er því vel þess virði að taka reglulega 3-4 mánaða kúr af burnirót til að styrkja og efla andlega og líkamlega líðan.

Burnirótin fæst í Krónunni, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og í stökum apótekum.

www.gudrunbergmann.is

Höfundur:  Guðrún Bergmann

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest