RVKfit: Að þvo íþróttafatnað

RVKfit: Að þvo íþróttafatnað

Þegar við verslum okkur íþróttaföt erum við yfirleitt ekki sérstaklega frædd um það hvernig eigi að þvo fatnaðinn. Ég þekki það af eigin reynslu að henda mér strax í íþróttafötin eftir kaup og byrja auðvitað á að klippa af alla miða án þess að lesa þá. Flestir sem nota Nike fatnað vita að miðarnir geta verið bæði margir og langir og það síðasta sem maður nennir að gera er að lesa þá alla.

Á þessum miðum eru þó oft upplýsingar sem við ættum að kynna okkur svo sem hvernig beri að þvo fatnaðinn. Hér að neðan er smá samantekt á því hvernig á að þvo Dri-FIT íþróttafatnað.

  • Þvo Dri-FIT efni á röngunni
  • Þvo á lágum hita 30-40°
  • Nota duft þvottaefni fremur en fljótandi þvottaefni
  • Forðast að nota mýkingarefni
  • Alls ekki nota klór
  • Forðumst að þvo fatnaðinn með öðrum fatnaði en íþróttafatnaði
  • Ekki fara með íþróttafatnaðinn í efnalaug
  • Eftir þvott er best að hengja fötin upp og leyfa þeim að þorna. Ef okkur liggur á má þurrka í þurrkara en á mjög lágum hita, mæli með að fara varlega í það, því ef við erum með of háan hita er hætta á að fatnaðurinn skemmist.

Við í RVKfit mælum með að þið fylgið okkur á Snapchat en við sýnum reglulega hvernig okkur finnst best að þvo íþróttafatnaðinn okkar.

Snapchat: RVKFIT

Instagram: ingibjorgthelma

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)

NÝLEGT