Search
Close this search box.
RVKfit: Æfingafatnaður á meðgöngu

RVKfit: Æfingafatnaður á meðgöngu

Hronn

Skór

Nike Metcon 3 voru algjörlega game changer ef ég má sletta. Eftir því sem jafnvægið og þyngdarpunkturinn breyttist með sívaxandi kúlu þá lærði ég að elska þessa skó. Þeir hjálpuðu mér að halda áfram að gera æfingarnar rétt og jafnvægið mitt jókst. Nú á meðgöngunni æfi ég ekki í öðrum skóm.

849807-101-PHSLH000-2000

Buxur

Persónulega fannst mér erfiðast að finna mér buxur sem hentuðu mér. Fyrstu 25 vikurnar vildi ég hafa buxurnar yfir kúlunni og tók það smá tíma að finna buxur sem rúlluðu ekki endalaust niður. Ég byrjaði að nota Nike Power Legend og tók þær númeri stærri en venjulega. Þær eru háar í mittið en með stroffi að aftan sem gefur eftir. Á seinni hluta meðgöngunnar vildi ég frekar hafa strenginn lægri eða undir kúlunni. Þá prufaði ég nýju Nike Power Hyper buxurnar og fann strax að þær voru fullkomnar. Þær eru með góðum stuðning yfir rass og læri svo þær haldast vel uppi. 

839736-010-PHSFH001-2000

933497-010-PHSFH001-2000

Bolir

Mínir uppáhalds æfingabolir hafa verið Nike Essential Tank Top og Nike Pro Cool Tank. Sá fyrri er með víðu sniði og sá seinni er klassískur æfingabolur sem heldur vel við kúluna. 

725489-010-PHSFH001-2000

725489-021-PHSFH001-2000

725489-100-PHSFH001-2000

725489-343-PHSFH001-2000

Toppar

Ég fann fljótt að ég þurfti strax meiri stuðning í íþróttatoppum og finnst mér Nike Pro Classic Swoosh Bra skara fram úr. Mjög góður stuðningur án þess að líða eins og ég sé í spennitreyju. 

899370-100-PHSFH001-2000

Peysur

Það sem ég hef elskað Nike Tech Fleece herra peysurnar á þessari meðgöngu! Ég mun trúlega halda því áfram en ég nota þær bæði á æfingum og hversdags. Það besta við þær er að þær eru rosalega þægilegar, hlýjar og það er hægt að renna þeim upp að neðan fyrir sívaxandi kúlu. 

805144-091-PHSFH001-2000

805144-091-PHSBH001-2000

Vona að þetta komi að notum fyrir einhverja!

Hronn2

 

Hrönn Gauksdóttir  ( RVKfit )

Instagram: hronngauks

Snapchat: RVKfit

 

 

 

NÝLEGT