RVKfit: Æfingar í TRX böndum

RVKfit: Æfingar í TRX böndum

Við í RVKfit erum afar hrifnar af TRX böndum og erum alltaf að prófa okkur áfram í nýjum æfingum. Hér að neðan má sjá myndband frá snappinu okkar þar sem við sýndum frábærar æfingar í TRX böndum sem reyna bæði á kvið og neðri hluta.

Æfingarnar sem koma fram í myndbandinu eru eftirfarandi:

Kviðæfingahringur í TRX

1. „Victoria Secret“ æfing x8
2. Hné að brjóstkassa x20
3. Planki í TRX halda í 45 sekúndur
4. Pendúll í TRX, 30 sekúndur
5. Öfugur planki með kviðkreppu (hné að brjóstkassa) x10
6. Öfugur mountainclimber x8
7. Spider planki x10

Neðri hluti í TRX

1. Framstig á öðrum fæti x10
2. Öfugur planki, annar fótur upp í loft x8 á fót
3. Burpee (froskahopp) á öðrum fæti x6
4. Pistol squat á öðrum fæti x10
5. Hnébeygjuhopp með mikilli spyrnu x30

RVKfit mælir með að þú takir hvorn hring þrisvar sinnum.

Ég hvet ykkur til þess að prófa ykkur áfram í TRX böndunum hvort sem þið fjárfestið í böndunum sjálf eða notið þau sem til staðar eru í líkamræktarstöðvum.

Snapchat: RVKFIT

Instagram: ingibjorgthelma

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)

Hefur þú prófað að gera æfingar í TRX böndum?

Í flestum líkamsræktarstöðvum má finna TRX bönd en einnig er hægt að kaupa bönd til þess að eiga heima. Æfingar í TRX böndum henta öllum, hvort sem þú ert í góðu eða slæmu formi. Helsti kosturinn við TRX böndin er sá að þú notar þína eigin líkamsþyngd og stjórnar álaginu sjálf/ur með því að aðlaga TRX böndin að þér.

NÝLEGT