Hlaupaskór
Þegar ég byrjaði að hlaupa fyrir um það bil tveimur árum var mér bent á að það mikilvægasta væri að eiga góða skó. Ég skoðaði úrvalið vel og endaði á því að velja mér Nike Zoom Pegasus. Ég hef svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum, síðan þá hef ég alltaf hlaupið í Pegasus og núna í síðustu viku fjárfesti ég í fjórða parinu mínu. Það er nefninlega mikilvægt að skipta reglulega um hlaupaskó ef maður er að hlaupa mikið. Mér finnst þeir henta bæði í spretti sem og lengri hlaup. Ég hef bæði hlaupið í þeim 10km og hálfmaraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu og fannst þeir henta jafn vel í báðar vegalengdir.
Nike Zoom Pegasus veita góðan stuðning og eru með einföldum loftpúða í tábergi og hæl sem veitir miðlungs dempun.
Æfingaskór
Eftir að ég byrjaði í þjálfun hjá Mark sem einblínir mikið á lyftingar og tækni langaði mig að finna mér skó sem veita meiri stuðning og eru stöðugri. Áður fyrr æfði ég aðallega í hlaupaskóm eða léttum æfingaskóm sem gáfu mikið eftir. Ég ákvað að velja mér Nike Zoom Strong skóna en þeir veita mikinn stuðning og stöðugleika, ásamt því að vera léttir og góðir í allskyns hopp og fleira. Ég er mjög ánægð með þá og finnst þeir henta í fjölbreyttar æfingar. Það er mikill kostur fyrir mig þar sem ég er bæði í þjálfun hjá Mark og mæti reglulega í allskyns hóptíma.
Þangað til næst!