Search
Close this search box.
RVKfit: Af hverju pre-workout?

RVKfit: Af hverju pre-workout?

 Pre-workout gefur mér aukna orku, aukið úthald og meiri einbeitingu á æfingum.

Pre-workoutið sem ég er að drekka þessa stundina er Amino Power frá NOW. Það inniheldur BCAA, Beta-Alanine, L-Arginine og fleira sem hjálpar þér að vera orkumeiri og einbeittari á æfingum. BCAA styður við vöðvavöxt og hjálpar til við bata eftir æfingar. Beta-Alanine seinkar vöðvaþreytu og stuðlar að skjótum bata eftir æfingar. L-Arginine eykur blóðflæði sem eykur úthald og þol á æfingum. Ein skeið af Amino Power inniheldur 50mg af koffíni sem gefur manni smá orku boost fyrir æfinguna og hjálpar til við að viðhalda orku út æfinguna. 

Þetta pre-workout hentar mér mjög vel vegna þess að ég leitast eftir því að halda úthaldi og orku á æfingum. Það er líka eitthvað andlegt við það að koma sér í gírinn fyrir æfingar með því að drekka pre-workout og því finnst mér nauðsynlegt að það bragðist vel. Einnig finnst mér kostur að það er ekki of mikið koffín í því og finnst mér ég ekki fara á neinn niðurtúr eftir æfingar eins og á til að gerast þegar maður drekkur mikið koffín. 

Amino Power fæst eins og er einungis með hindberjabragði en ég hef verið að leika mér með að útfæra það á annan hátt. Ég hef verið að bæta út í það Slender Sticks frá NOW sem er til í mörgum bragðtegundum. Slender Sticks eru bragðefni sætt með steviu og því tilvalið að bæta því út í drykkinn til þess að fá meiri fjölbreytni. 

Þangað til næst!

Jórunn Ósk  ( RVKfit )

Instagram: jorunnosk

Snapchat: RVKfit

NÝLEGT