Taco pönnukökur úr blómkáli
Uppskrift:
1 blómkálshaus
2 egg
½ tsk hvítlauksduft
¼ tsk cayenne pipar
Salt og pipar eftir smekk
Ferskur kóríander eftir smekk
- Blómkálshausinn er rifinn niður í litla bita og maukaður í matvinnsluvél. Gott að mauka í pörtum. Því næst er maukið sett í skál og inn í örbylgjuofn í 2 mínútur. Þá er maukið tekið út og hrært í því og svo sett aftur inn í örbylgjuofn í 2 mínútur.
- Þegar maukið hefur verið í örbylgjunni í alls fjórar mínútur er það tekið út og hellt á viskastykki. Þá er snúið uppá viskastykkið og aðal málið hér er að kreista allan vökvann úr blómkálsmaukinu – varið ykkur maukið er heitt!
- Þegar búið er að kreista allan vökva úr blómkálsmaukinu er það sett í skál og hrært saman með tveimur eggjum. Blandið því næst kryddunum við en þau eru smekksatriði og má breyta eða bæta eftir sínu höfði.
- Þegar „deigið“ er tilbúið er það sett á bökunarplötu og mótað í litlar pönnukökur. Úr einum blómkálshaus koma ca 6-8 pönnukökur, fer eftir stærð.
- Pönnukökurnar eru settar í 180° heitann ofn í ca 10 mínútur. Að því loknu eru þær teknar út og þeim snúið á hina hliðina (neðri hliðin fer upp), þá er þeim stungið aftur inn í ofn í 5-7 mínútur eða þar til kantarnir hafa brúnast örlítið.
Njótið vel!
Snapchat: RVKFIT
Instagram: ingibjorgthelma
Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)