Search
Close this search box.
RVKfit: Foam Rolling

RVKfit: Foam Rolling

Nuddrúllur eru til í mörgum stærðum og gerðum, allt frá mjúkum sléttum rúllum yfir í harðar rafmagnsrúllur. Það fer eftir því hverju viðkomandi leitast eftir að fá út úr nuddinu hvers konar rúlla hentar best en því grófari sem rúllan er því dýpra nær hún.

Nikerull2

Nikerull

Í meginatriðum er það að rúlla líkamann með nuddrúllu sjálfsnudd sem losar um spennu í vöðvum líkamans og mýkir vöðvana upp. Með því að rúlla sig eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand. Nuddrúllurnar vinna á bandvef, vöðvum og triggerpunktum. 

Triggerpunkti má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum þar sem sárir hnúðar myndast. 

Triggerpunkti má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar þrýst er á hnúðinn veldur það leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur, vöðvakippur eða titringur. Triggerpunktar geta valdið minni hreyfigetu í liðum, spennuhöfuðverk, rennslisstöðvun sogæðavökva auk þess sem húð getur fölnað og kólnað. Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum.

Tilgangurinn með því að rúlla sig er því að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega.

Collage

Auk núddrúllu er gott að nota nuddbolta sem einnig koma í mismunandi stærðum og gerðum. Boltarnir hafa sama tilgang og rúllan en þeir ná vel til djúpvöðva. Æfingar með þeim eru gerðar með það að leiðarljósi að vinna á heildrænan hátt á bandvef og vöðva líkamans.

Hér má sjá kennslumyndband en með réttum aðferðum er hægt að nota nuddrúlluna á marga mismunandi vöðvahópa líkamans og minnka vöðvabólgu og streitu.

https://www.youtube.com/watch?v=khC5J1lkC7s

Fyrir þá sem ekki eiga nuddrúllu eða vilja prófa sig áfram áður er hægt að nálgast mjúkar rúllur til afnota á öllum helstu líkamsræktarstöðvum. Þá eru á mörgum stöðum sérstakir tímar í boði þar sem allur líkaminn er rúllaður undir leiðsögn kennara – sjá: Foam Flex tímar hjá World Class.

Höfundur: Birgitta Líf ( RVKfit )

Instagram: @birgittalif 

NÝLEGT