Search
Close this search box.
RVKFIT: Himneskar vöfflur

RVKFIT: Himneskar vöfflur

Í uppáhaldi hjá mér núna er að gera þær smá stökkar og toppa þær svo með steviu bláberjasultunni og ostsneiðum.. svo er þægilegt að loka vöfflunum og skella í ziplock poka og taka með sér í nesti.  

Það má þó að sjálfsögðu toppa þær með öllu því sem hugurinn girnist en ég hef prófað þær með hummus og papríku, smjör og ost, marmelaði og osti, chocohazel smjöri, jarðaberjum og rjóma og það var allt sama veislan. Þið bara verðið að prófa!

Unnamed-2
Unnamed_1509978018695

Hafra- & bananavöfflur:

1/2 bolli haframjöl

1/4 bolli möndlumjólk

1 egg

2 tsk vanilludropar / steviudropar

1 banani

 *Aðferð: mylja haframjölið en það tekur tvær sekúndur í blandara. Hita vöfflujárnið. Restin af hráefnunum er bætt við haframjölið og hrært í blandara. Deigið á að vera þykkt – svo er bara að smyrja vöfflujárnið en það er mjög þæginlegt að nota PAM spray við það og svo er deiginu skellt á!

 .. uppskriftin gerir þrjár ljúffengar vöfflur! 

Höfundur: Jóna Kristín ( RVKfit )

Instagram: jonakristinb 

Snapchat: RVKfit

NÝLEGT