Að mínu mati er nauðsynlegt að taka inn einhverskonar olíu til þess að ýta undir heilbrigði líkamans.
Ég byrja alla morgna á því að fá mér 1-2 msk af hörfræolíu og drekka svo stórt vatnsglas beint á eftir. Olíunni er þó einnig hægt að bæta út í morgungrautinn, morgunhristinginn eða jafnvel safa.
Að mínu mati er nauðsynlegt að taka inn einhverskonar olíu til þess að ýta undir heilbrigði líkamans. Fyrir mig er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem ég er með þurra húð og olían hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðar og hárs. Olían nærir einnig stoð-, tauga- og hormónakerfið okkar og getur haft bólgueyðandi áhrif.
Ávinningar hörfræolíu:
- Hefur góð áhrif á stoð-, tauga-, og hormónakerfi
- Hefur góð áhrif á húð og hár
- Er góð fyrir meltingu
- Er bólgueyðandi
- Er talin hafa góð áhrif á kvíða og þunglyndi
- Er talin geta hjálpað til við þyngartap
*Hörfræolíu er mikilvægt að geyma í kæli til þess að hún þráni ekki
Höfundur: Jórunn Ósk RVKfit
Facebook: RVKfit
Instagram: Jórunn Ósk