RVKfit: Hressandi haustsúpa

RVKfit: Hressandi haustsúpa

 Uppskrift:

2-2,5 lítrar af vatni
1-2 kjúklinga eða grænmetiskraftur
1-2 msk olía
1-1/2 msk karrý
1 hvítlaukur
1 blaðlaukur
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
5-6 gulrætur
1 lítið blómkálshöfuð
1 lítið broccolihöfuð
1 flaska chilli sósa
400gr rjómaostur
1 peli af rjóma
Salt og pipar
Cayenne pipar

Vatn, chillisósa, rjómaostur, rjómi og kraftur settur í pott.

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Grænmetið skorið og sett ofaní potinn.

Leyfi þessu svo að malla á hita 5/6 í smá tíma þar til grænmetið er orðið soðið

Ég smakka hana svo til og nota salt/pipar/cayenne pipar eftir smekk 

Verði ykkur að góðu!

 

Telma  ( RVKfit )

Instagram:  telmarutsig

Snapchat: RVKfit

 

 

 

 

 

NÝLEGT