Mér finnst afar gott að blanda mér hristinga (e. smoothie) á morgnana. Ég sýndi á RVKfit snappinu síðasta laugardag kaffi smoothie sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ég nota einunigs kókosmjólkina til þess að fá kaffibragðið en fyrir þá sem vilja er gott að bæta venjulegu kaffi ofan í.
Uppskrift
1 ferna MYLK frá Rebel Kitchen með kaffibragði
Klakar eftir smekk
1 frosinn banani
1/2 dl grófir hafrar frá Himneskri Hollustu
1 skeið vanilluprótein
Valfrjálst: 1 dl af kaffi (ráðlagt að kæla það áður en því er hellt ofan í).
Njótið vel!
Snapchat: RVKFIT
Instagram: ingibjorgthelma
Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)