RVKfit: Kókos Brokkolí súpa

RVKfit: Kókos Brokkolí súpa

brokkolí súpa

Innihald

2 stórir brokkolí stikklar
1 tsk kóríander duft
3 hvítlauksgeirar
2 kúfaðar matskeiðar af ferskum engifer
1 jalepeno pipar
1 stór laukur
1 dós kókosmjólk 
1 tsk rautt curry paste
4 bollar grænmetissoð
1 msk curry duft
1 tsk turmeric duft
½ tsk cumin

  1. Byrjið á því að skera allt smátt niður nema brokkolíið, persónulega vil ég hafa það gróft skorið en það fer bara eftir smekk. Hitið stóran pott með smá kókosolíu í og byrjið á að steikja lauk og jalepeno, þar til laukurinn byrjar að brúnast.
  2. Bætið við hvítlauk og engifer, látið malla í rúmlega mínútu.
  3. Brokkolíinu er þá bætt við og eldað í gegn.
  4. Grænmetissoðinu er þá bætt við þar til suðan kemur upp, lækkið svo hitann og leyfið súpunni að malla.
  5. Hrærið út í curry dufti, curry pastei, kóríander, turmeric og cumin.
  6. Setjið lokið á og leyfið súpunni að malla í sirka 20 mínútur.
  7. Bætið svo kókosmjólkinni við.
  8. Skreytið með ferskum kóríander.

 

Verði ykkur að góðu!

Snapchat: RVKfit

Instagram: hronngauks

Höfundur: Hrönn Gauksdóttir (RVKfit)

 

 

NÝLEGT