RVKfit: LOHILO ís smakk

RVKfit: LOHILO ís smakk

20615600_1528546037208085_1389673431930184485_o

Við fengum fjórar bragðtegundir af ís og einn próteinísbar til þess að smakka. Bragðtegundirnar voru Caramel Chocolate, Salted Caramel, Cookie Dough og Bananasplit. Próteinísbarinn er síðan bara til með einu bragði en það er Caramel og minnir helst á snickers ísbarina…. Ljúffengur! 

Produkt-cookie-dough-large-2

Produkt-caramel-chocolate-large

Produkt-salted-caramel-large-2

Produkt-banana-split-large-2

Við stelpurnar vorum eiginlega allar sammála um að Caramel Chocolate væri bestur en þar á eftir kom Cookie Dough. Í hverjum 100 grömmum af ísnum eru einungis 134 kaloríur og aðeins 4,8 grömm af sykri. Það var því lygilegt hvað ísinn bragðaðist vel og er hann nú efst á lista yfir kvöldnaslið héðan í frá. 

Isbar

Ísbarinn er í persónulegu uppáhaldi hjá mér en hann er súkkulaði húðaður með karamellu og hnetum. Barinn inniheldur aðeins 151 kaloríur og 3,2 grömm af sykri. Fyrir mér skiptir þó mestu máli að njóta þess sem ég set ofan í mig og því kemur það alveg í öðru sæti hvað ísinn er hollur og í fyrsta sæti hvað hann bragðast vel. 

Sölustaðir: Nettó, Hagkaup og Iceland

Ef þið eruð jafn mikið fyrir ís og ég þá mæli ég með því að þið prófið þennan. 

Njótið helgarinnar!

Jórunn Ósk  ( RVKfit )

Instagram: jorunnosk

Snapchat: RVKfit

 

NÝLEGT