Search
Close this search box.
RVKFIT: Nike Draumalistinn minn

RVKFIT: Nike Draumalistinn minn

Nike Tech Fleece buxur

Nike-tech

Ég hef svo ótal oft dásamað þessar buxur á RVKfit á snapchat. Þær eru ekki bara í uppáhaldi hjá mér, heldur eftir að ég kynnti þær fyrir mömmu minni og bestu vinkonu minni, vilja þær ekki heldur fara úr þeim. Ég nota mínar mikið við strigaskó og leðurjakka og svo auðvitað heima líka. 

Nike Tech Fleece peysa karla 

Nike-Tech-

Ég var nýlega að fá mér þessa og hef varla viljað fara úr henni. Hún er með tvöföldum rennilás svo það er hægt að hafa hana t.d. rennda upp í háls en neðri hlutann rendann opinn. Mín er í Large svo hún er stór, kósý og með þessum snilldar rennilás .  Þó að karlapeysan fái að vera með á listanum eru samt kvennmannspeysurnar líka ómissandi viðbót í fataskápinn.                    

Nike Lunarglide 9

Nike-lunarglideÉg er mikill aðdáandi Lunarglide línunnar en þetta er að mínu mati bestu skór sem ég hef átt. Ég hef átt fyrri útgáfur líka og mun fjárfesta í komandi línum þegar þær koma út í framtíðinni. Þeir eru með góðum stuðning og ótrúlega þægilegir en ég nota þá við alhliða þjálfun. 

Nike Pro Hyperwarm

Pro-hyperwarm

Fyrir kuldaskræfur eins og mig er þetta hin fullkomna peysa í ræktina en hún er töluvert hlýrri en vinsælu Element peysurnar. Síðan er hún bara svo ótrúlega flott, bæði efnið og hvernig hún er aðsniðin. 

Nike Air Force 1 Low Fly Knit

Nike-airforce

Skórnir eru með hærri botn heldur en flestir skórnir sem ég á og myndu því vera fullkomin viðbót í skósafnið. 

Nike Úlpa

Nike-ulpa

Ótrúlega flott úlpa sem er efst á mínum óskalista. Mikið af flíkunum mínum eru úr karladeildinni í Nike en ég held að úlpan sé fullkomin í köldu dagana í vetur.  

Nike Blóma íþróttatoppur

Nike-toppur

Mér finnst alltaf gaman að eiga öðruvísi íþróttatoppa, þó þeir fái kannski ekki að njóta sín jafn mikið og aðrar flíkur, þá er samt alltaf gaman að eiga litríka og flotta íþróttatoppa. 

Höfundur: Helga Diljá 
Instagram: helgadilja
Snapchat: RVKfit

Hvað er á óskalistanum þínum ?

NÝLEGT