Steinaldarbrauð innihald:
120g valhnetur
120g möndlur
120g sólblómafræ
120g graskersfræ
120g hörfræ
120g sesamfræ frá Himneskri Hollustu
120g haframjöl frá Himneskri Hollustu
6 stk egg
1 dl súrmjólk
2 tsk sjávarsalt
Aðferð:
Blandið saman öllum hráefnum í skál. Hnetur eru blandaðar heilar út í og auðvitað má leika sér með hráefnin, bæta döðlum eða skipta út möndlum fyrir kasjúhnetum. Allt hægt bara hafa hlutföllin þau sömu. Deigið er sett í bökunarform við 175 gráður í 60 mínútur.
Höfundur: Hrönn Gauksdóttir