RVKfit: Uppáhalds æfingafatnaður

RVKfit: Uppáhalds æfingafatnaður

Buxur

Nike Power Legendary eru þær buxur sem ég á mest af. Þær eru þröngar og frekar háar í mittið og halda vel við. Mér finnst þær það þæginlegar að ég nota þær líka sem heima/kósý buxur.

Bolir

Ég skiptist á að vera í hlýrabolum og síðermabolum á æfingu. Þegar það er kaldara í veðri á ég til að klæðast frekar síðermabolum en þá nota ég líka mikið i útihlaup. 

  • Síðermabolur
    Nike Dri-FIT Knit Long Sleeve Top er klárlega minn uppáhalds síðermabolur. Hann er ekki of þröngur en samt aðsniðinn og fellur vel að líkamanum. 
  • Hlýrabolur
    Ég á tvo uppáhalds hlýraboli. Nike Pro Cool Tank hlýrabolina á ég mest af, en ég held ég eigi um 20 mismunandi liti, svo mikið elska ég þá. Svo er ég nýbyrjuð að fýla Nike Dri Tank sem eru víðari og töffaralegri að mínu mati. 

Íþróttatoppur

Nike Pro Indy Bra eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst þeir svo fallegir og þá sérstaklega Indy Strappy Bra sem krossast svo fallega í bakinu. Þeir veita ekki mikinn stuðning en ef ég myndi vilja stuðning myndi ég líklegast velja Nike Pro Hero Bra eða Rival Bra

Peysa

Nike Pro Element Half Zip er peysa sem allir verða að eiga að mínu mati. Ótrúlega þæginlegt að geta skellt sér í peysu á leið í ræktina en ég sjálf á það alveg til í að taka heila æfingu í peysunni. Þá finnst mér ótrúlega gott að nota peysuna í útihlaup en efnið er þannig að það er létt og andar vel sem mér finnst skipta verulegu máli og þá sérstaklega í hlaupin.  

0119_TOC_DT_P1_NIKE-WOMENS-PANTS-TIGHTS

Snapchat: RVKFIT 

Instagram: ingibjorgthelma 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)

 

NÝLEGT