Search
Close this search box.
RVKfit: Út að hlaupa

RVKfit: Út að hlaupa

Tónlist

Fyrir mér skiptir góð tónlist miklu máli þegar kemur að hlaupum. Það er misjafnt hvað hver og einn fýlar þegar kemur að hlaupatónlist en mér finnst best að búa til eigin lagalista á Spotify og hafa hann hátt stilltan í eyrunum þegar ég hleyp.

Skór

Réttir og góðir hlaupaskór skipta öllu máli þegar byrja á að hlaupa. Ég hef prófað margar mismunandi týpur og mæli með að fá ráðgjöf frá starfsfólki í íþróttaverslunum þegar hlaupaskór eru valdir. Skór geta verið mismjúkir, með ólíkan stuðning o.s.frv. en undanfarið hef ég verið að hlaupa í Nike Zoom Vomero sem henta mér mjög vel.

Fatnaður

Hlaup eru mjög einhæf hreyfing og krefjast þolinmæði og þess vegna skiptir máli að vera í þægilegum fatnaði. Ef eitthvað er að trufla eða meiða hefur það fljótt áhrif og dregur athyglina af hlaupinu. Maður á að njóta þess að hlaupa og líða vel. Það eru til alls kyns æfingabuxur sem anda og styðja betur við stóru vöðvana og henta því betur í hlaup heldur en aðrar æfingabuxur. Að ofan finnst mér best að vera í þægilegum bol sem þrengir ekki að.

Markmið

Þegar kemur að hlaupum virkar best fyrir mig að vera með skipulag hversu oft ég eigi að hlaupa, hve langt, hversu hratt o.s.frv. en þannig næ ég mestum árangri. Það er alltaf gott að setja sér markmið hvort sem það er vegalengd, fjöldi hlaupa eða tími á ákveðinni vegalengd. Við stelpurnar höfum oft talað um Nike+ Run Club appið en það er ótrúlega þægilegt og hvetjandi. Þar inni er hægt að fá „þjálfara“ sem setur upp hlaupaprógram eftir þinni eigin getu og markmiðum. Appið heldur svo utan um hlaupin og minnir mann á. Mæli með!

Recovery

Þar sem hlaup geta tekið á líkamann, vöðvana og liðina er nauðsynlegt að teygja vel bæði fyrir og eftir hlaup. Mér finnst gott að gera æfingar með hlaupum til þess að styrkja vöðvana og svo er fátt betra en að rúlla vel líkamann eftir langt hlaup. Þetta vinnur allt saman að endurheimt vöðvanna og hjálpar okkur að ná betri árangri.

IMG_4727

Það getur verið ótrúlega gaman að fara út að hlaupa og setja sér markmið því tengdu. Við hvetjum alla til að vera duglegir að hreyfa sig og nota íslenska sumarið til að stunda fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu með fjölskyldu og vinum!

Just Do It!

Höfundur: Birgitta Líf ( RVKfit )

NÝLEGT