Sætkartöflugrautur
Innihald:
- 1 sæt kartafla (ofnbökuð og hýðið tekið af)
- 1 msk döðlusykur frá Himneskri Hollustu
- 1-2 tsk kanill (cinnamon) frá Himneskri Hollustu
Aðferð:
Setjið ofnbökuðu kartöfluna í pott, stappið og bætið döðlusykri og kanil út á. Persónulega finnst mér kanillinn algjört möst – hann passar svo ofboðslega vel við sætar kartöflur! Ef þið eigið ekki döðlusykur þá mæli ég með dökku agavesírópi frá Himneskri Hollustu eða hlynsírópi frá Naturata.
Hitið
og hrærið þar til grauturinn er orðinn volgur (þið getið líka borðað hann kaldan). Setjið grautinn því næst í skál og njótið með
öllu því gúmmelaði sem þið viljið en ég mæli sterklega með berjum, banana og
hnetu,- möndlu – eða kasjúhnetusmjöri. Aðrar
gómsætar hugmyndir eru rúsínur eða döðlur, valhnetur eða pekanhnetur,
graskersfræ eða hampfræ og skvetta af plöntumjólk!
Fyllt og sæt morgunverðarkartafla
Innihald:
- Ofnbökuð sæt kartafla (hýðið má vera á, munið þá að þrífa kartöfluna fyrst)
Aðferð:
Þegar búið er að ofnbaka kartöfluna skal leyfa henni að kólna aðeins. Ef þið bökuðuð kartöfluna kvöldið áður þá er hægt að skella henni í örbylgjuofn til að hita hana aftur eða setja hana í ofninn í smá tíma (eða jafnvel borða hana kalda)
Fyllið hana síðan með ávöxtum að eigin vali (ég notaði bláber og banana) og smjöri að eigin vali (ég notaði kasjúhnetusmjör og möndlusmjör). Svo er líka frábært að setja grískt jógúrt út á kartöfluna ef þið viljið auka prótein og að sjálfsögðu má ekki gleyma að setja kanilinn góða út á!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats.
Prófaðir þú þessar uppskriftir? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats
Heimildir: Health Line