Innihald:
- 1 dós af kjúklingabaunum frá Himneskri Hollustu (skolaðar undir köldu vatni og hýðið tekið af)
- 1-2 msk af kakódufti frá Himneskri Hollustu
- 1-2 msk af döðlusykri frá Himneskri Hollustu (eða af reyrsykri eða nokkrar döðlur)
- 1 msk af kókosolíu frá Himneskri Hollustu (þarf ekki að vera fljótandi)
- 2 msk af hnetusmjöri frá Himneskri Hollustu
- 2 msk af hlynsírópi frá Naturata eða Sweet Like Syrup frá Good Good Brand
- Nokkrir dropa af stevíu með vanillu frá Good Good Brand (má sleppa)
Aðferð:
Byrjið á því að hella kjúklingabaununum í sigti, skolið þær vel undir köldu vatni og takið hýðið af þeim. Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél ásamt hinu hráefninu og blandið vel saman. Ef þess þarf bætið við nokkrum dropum af vatni og blandið áfram þar til þið fáið þykkt mauk. Geymið inn í ísskáp í loftþéttu íláti í allt að 5 daga.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata og Good Good Brand
Höfundur: Asta Eats