Search
Close this search box.
Salatdressing Ebbu Guðnýjar

Salatdressing Ebbu Guðnýjar

oll og góð sósa gerir salatið svo miklu betra. Ef maður kann að búa til einfalda salatsósu er maður í góðum málum því þá er ekkert mál að borða ósköpin öll af grænu, vænu salati. Þessi sósa getur líka bjargað bragðlausum mat, samlokum og fleiru. Hún er meira að segja góð með gröfnum/reyktum laxi. 

Innihald:

½ -1 msk gott sinnep (ég kaupi oftast lífrænt)
½ -1 msk lífrænt hunang frá Himneskri Hollustu (ef það er engin sæta í sinnepinu þá myndi ég nota eina matskeið)
½ dl kaldpressuð ólífuolía frá Himneskri Hollustu
1-2 msk sítrónuólífuolía frá Himneskri Hollustu
1 msk límónusafi*
½ tsk sjávar- eða himalayasalt og ég set líka ögn af svörtum pipar

*Má bæta við pressuðu hvítlauksrifi ef einhver er í stuði fyrir það!
*Má líka bæta við einhverri kryddjurt eins og basiliku, það er mjög gott. Þá er hún bara klippt smátt út í krukkuna með skærum. 

Blandið saman í krukku með loki og hristið vel. Bætið við hunangi ef þið viljið hafa hana sætari, meira sinnepi ef þið viljið meira sinnepsbragð og meira af límónusafa ef þið viljið meira límónubragð. Þetta klikkar aldrei, ég lofa! Geymist í um 5 daga í kæli. Athugið að þið skerið bara smá bita af límónunni og kreistið út í krukkuna/salatsósuna. Afganginn af límónunni geymið þið á hvolfi ofan í glasi þangað til þið þurfið að nota hana næst. 

Fæst í Krónunni, Nettó, og í Fjarðarkaupum 

Höfundur: Ebba Guðný

NÝLEGT