Hráefni:
Botn:
2 dl möndlur
1 dl kókosmjöl
8 döðlur
1/4 bolli kókósolía
Fylling:
250 gr döðlur
1 dl kókosmjólk
1/4 dl kókosolía
1/2 teskeið salt
Súkkulaði:
1/2 dl kakó
2 bollar kókosmjólk
10 dropar karamellu stevía
1/4 dl kókosolía
Aðferð:
Botn:
Settu smjörpappír í 20×20 cm bakka og hafðu hann tilbúinn til að setja kökuna í. Fyrir botninn blandaðu öllum hráefnunum í matvinnsluvél í nokkrar mínútur og settu í botninn á bakkanum og inní frysti.
Fylling:
Fyrir fyllinguna skal setja öll hráefnin í matvinnsluvél og blanda vel saman í nokkrar mín. Getur verið gott að leggja döðlurnar í bleyti þangað til þær eru mjúkar og auðveldara að blandast saman. Gott er að setja kökuna inní fyrsti á milli skrefa.
Súkkulaði:
Blandað saman hráefnunum á vægum hita, bætt við meiri kókósmjólk ef súkkulaðið of þurrt. Blandan sett ofaná kökuna. Ofaná er bætt smá sjávarsalti og að lokum sett inní fyrsti.
Best er að taka kökuna út 15 mín áður en hún er borin fram.
Takk fyrir lesturinn og ef þið viljið fylgjast eitthvað meira með mér er ég rosa dugleg á Instagram !