Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?
Ég æfi mjög stíft frá þriðjudegi til sunnudags og tek svo svo léttan recovery dag á mánudegi.
Hvað ertu að beygja og hvað tekuru bekk?
140 kg í bakhnébeygju (e. back squat) og ég hef í rauninni aldrei testað 1 RM í bekk!
Ég var bara latur krakki sem þoldi ekki að hreyfa sig…
Hvernig kom til áhuginn á Crossfit? Hafðir þú einhvern íþróttabakgrunn?
Nei enginn bakgrunnur. Ég var bara latur krakki sem þoldi ekki að hreyfa sig og svo klikkaði eitthvað þegar ég var 17 ára.
Hvernig er matarrútínan þín í grófum dráttum?
Ég fer eftir ákveðnum macros, þar sem það er mikið æfingarálag núna borða ég í kringum 450 gr kolvetni, 70 gr af fitu og svo 185 gr prótein.
Hvað borðar þú daginn fyrir keppni?
Bara eins og venjulega daga. Eins hreina fæðu og ég get og síðan bæti ég kannski aðeins ofan á kolvetnin.
Uppáhalds matur?
PIZZA + hamborgari = Pizzaborgari sem ég mun búa til eftir Heimsleikana í ár!!
Ef þú ætlar að leyfa þér eitthvað óhollt, hvað færðu þér?
Ég elska súkkulaðihúðaðar kasjúhnetur með sjávarsalti, það er efst á listanum.
Hverjir eru þínir uppáhalds þættir og hvaða þætti ertu að horfa á núna?
Ég er að horfa á Always Sunny in Philadelphia eins og er, en annars elska ég alla grínþætti!
Ég fer yfir markmiðin mín og minni sjálfa mig á að njóta og að setja ekki pressu á úrslitin.
Hvernig undirbýrðu þig andlega fyrir mót?
Ég fer yfir markmiðin mín og minni sjálfa mig á að njóta og að setja ekki pressu á úrslitin.
Hvernig er best að undirbúa sig fyrir æfingar?
Tónlist hefur alltaf hjálpað mér hingað til.
Hver er galdurinn við að ná árangri?
Sjálfsagi númer 1, 2 og 3.
Hvernig leggjast Heimsleikarnir í þig?
Mjög vel, þetta verða fyrstu Heimsleikarnir sem verða ekki í Californiu þannig þetta er nýtt og spennandi fyrir alla Crossfit-ara!
Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir keppnir?
Oooooo það er mjög erfitt að velja eitt… The Ecstasy of Gold með Metallica kemur mér alltaf í gírinn.
https://www.youtube.com/watch?v=a41bERTFBUI
Ertu hjátrúarfull fyrir keppni?
Nei.
Eftirminnilegasta mót sem þú hefur tekið þátt í?
The ECC 2015, fyrsta stórmótið sem ég vann. Markmiðið fyrir það mót var að vera í 15.-20. sæti þar sem þetta voru svo stór nöfn sem voru að keppa.
Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en Crossfit?
Nei ekki eins og er, ég syndi og hjóla mjög mikið reyndar, en það er partur af Crossfit.