Sara Sigmunds um íþróttina og Fit Aid

Sara Sigmunds um íþróttina og Fit Aid

HVERNIG BYRJAÐIR ÞÚ Í CROSSFIT? 

Þegar ég var 17 ára þá byrjaði ég á Boot camp námskeiði. Fram að því hafði ég lítið sem ekkert æft og ég fór í þetta bara til að reyna að koma mér í form. Ég fékk smá sjálfstraust þar og byrjaði að keppa í Þrekmótaröðinni og keppti á Crossfit móti án þess að vita hvað Crossfit væri. 

HAFÐIRÐU STUNDAÐ AÐRAR ÍÞRÓTTIR FRAM AÐ ÞESSU? 

Ég prófaði allar íþróttir en fann mig aldrei í neinu og var eiginlega anti-sportisti alveg fram að þessum örlagaríka degi fyrir sjö árum síðan þegar ég fór á fyrstu Bootcamp æfinguna. 

HVAÐAN KEMUR KEPPNISSKAPIÐ? 

Frá pabba mínum, það er alveg á hreinu.

HVERNIG ER HEFÐBUNDINN DAGUR HJÁ ÞÉR? 

Hver einasti dagur hjá mér snýst um æfingar. Ég æfi oftast tvisvar til þrisvar á dag, byrja yfirleitt daginn á 30-60 mínútna hlaupi um átta leytið. Svo borða ég morgunmat og fer upp í Crossfitstöð og tek næstu æfingu. Ég reyni að vera komin þangað um tíu leytið og æfi til sirka eitt. Síðan fer ég heim, borða hádegismat og slaka smá á. Ég æfi síðan frá hálf fjögur til sex. Ég reyni yfirleitt að vera búin með æfingarútínu dagsins um kvöldmatarleytið, en stundum er salurinn upptekinn seinnipartinn og þá æfi ég frá hálf átta til níu um kvöldið.

HVAÐ TEKUR ÞÚ MARGAR ÆFINGAR Á VIKU? 

Ég æfi þrettán til átján sinnum eða 25-30 klukkustundir í hverri viku en innifalið í þeirri tölu eru náttúrulega líka tækniæfingar sem reyna kannski ekki jafn mikið á skrokkinn.

HVERNIG NÝTIR ÞÚ HVÍLDARDAGANA ÞÍNA? 

Oftast nýti ég þá í leti eða til að undirbúa matinn fyrir komandi viku. Stundum er ég samt bara ekkert í stuði til að hvíla og þá tek ég það sem kallast „active rest“ sem er bara hreyfing af einhverri tegund sem ekki reynir mikið á mig. Fer í hjólatúr, fjallgöngu eða geri bara eitthvað annað skemmtilegt sem nær púlsinum aðeins upp en gerir ekkert mikið meira en það. 

HVAÐ ER ÞAÐ VIÐ CROSSFIT SEM HEILLAR ÞIG? 

Fjölbreytileikinn og það hvað mismunandi fólk með mismunandi styrkleika getur náð miklum árangri. Minn mesti styrkleiki þegar ég byrjaði var líkamlegur styrkur. Þess vegna áttu allar greinar sem fólu í sér lyftingar eða aflsmuni mjög vel við mig. Smám saman varð ég svo bara góð í öllu hinu líka. Crossfit er lífsstíll sem hentar mér og í gegnum íþróttina er ég búin að eignast marga góða vini, ferðast út um allan heim og hafa það að atvinnu að vera keppandi og iðkandi. Þannig að það má í raun segja að allt við Crossfit heilli mig. 

HVER ER UPPÁHALDSGREININ ÞÍN Í CROSSFIT? 

Lyftingarnar eru mitt uppáhald en ég elska líka fimleika þó svo að það séu ekki mínar bestu greinar! 

HVERNIG KEMUR ÞÚ ÞÉR Í GÍRINN FYRIR MÓT? 

Ég er alltaf í gírnum. Ég þarf ekki að gera neitt sérstakt til að koma mér í hann. Aðalmálið fyrir keppni er að hafa trú á undirbúningnum. Að líða eins og ég sé búin að leggja nógu hart að mér. 

HVER ER ÞÍN MESTA FYRIRMYND? 

Það er mjög erfitt að velja en ef ég á að velja einn sem er bæði Íslendingur og í fullum gangi núna þá er það Gylfi Þór Sigurðsson. Hann er í miklu uppaháldi. Metnaðurinn og sjálfsaginn eru mjög heillandi og einnig að sjá hann spila. Hann hefur einstaka hæfileika og gefst aldrei upp. 

HVAR ER BESTA ÆFINGARAÐSTAÐAN? 

Ég bjó í Tennessee fylki í Bandaríkjunum lengst af á síðasta ári og þó svo að það hafi verið frábær Crossfit stöð í bænum sem ég bjó í þá tók ég flestar æfingar í bílskúrnum í húsinu sem ég bjó í og það er hægt að segja að það sé ein af mínum uppaháldsstöðum. Svo er auðvitað Crossfit Suðurnes mitt annað heimili og heima er alltaf best!!

HVERS VEGNA FITAID? 

Í fyrsta lagi það er ekkert betra en að klára ÓGEÐSLEGA erfiða æfingu og fá ser ískaldan FitAid eftir það með klökum. Svo eru það öll vítamínin í því sem hjálpa til við endurheimt. Ég er mjög ströng við sjálfa mig þegar það tengist mataræði og það hjálpar mikið til að það séu engin aukaefni í FitAid og ekkert koffín nema úr grænu tei.

NÝLEGT