Sesamkúlur

Sesamkúlur

>

Innihald:

  • 15-20 döðlur frá Himneskri Hollustu (lagðar í heitt bleyti)
  • 1-2 msk af tahini frá Monki
  • 100 grömm af möndlum frá Himneskri Hollustu
  • Sesamfræ (ristuð) frá Horizon til að velta kúlunum upp úr (má sleppa)

_MG_6860

Aðferð:

Byrjið á því að leggja döðlurnar í heitt bleyti í um það bil 5 mínútur en það mýkir döðlurnar talsvert. Ég nota ekki heitt kranavatn heldur sýð ég vatn og legg döðlurnar ofan í stóra skál ásamt heita vatninu.

Að því loknu skal hella vatninu frá og setja döðlurnar, tahini og möndlurnar í matvinnsluvél og blanda vel saman þar til maður fær límkennt deig. Ég þurfti 2-3 sinnum að stoppa og skrapa niður meðfram hliðunum en tahini átti það til að slettast út um allt hjá mér!

Þegar deigið er tilbúið mæli ég með að rista sesamfræ á pönnu til að velta kúlunum upp úr – bragðið verður himneskt! Ég setti um það bil 1/2 dl af sesamfræjum á meðalheita pönnu (ég setti enga olíu eða neitt slíkt á pönnuna – hafði hana alveg hreina) og dreifði fræjunum vel yfir pönnuna og beið í smá stund þar til fræin voru farin að „poppa“ örlítið – þá hristi ég pönnuna á sirka 20 sek fresti. Fræin eru tilbúin þegar þau eru gullbrún á lit.

Ég leyfði sesamfræjunum að kólna í nokkrar mínútur og bjó til kúlurnar á meðan. Þegar fræin eru kólnuð þá velti ég kúlunum upp úr – ég þurfti að þrýsta sesamfræjunum örlítið ofan í deigið til að þau festust vel. Geymið inn í kæli í loftþéttu íláti, t.d. krukku eða nestisboxi, í 5-7 daga.

Njótið!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Horizon og Monki

 

Höfundur: Asta Eats

 

 

NÝLEGT