Síðasta vika

Síðasta vika

En ég er að læra tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Þetta nám kemur mér stanslaust á óvart með hverjum deginum og fórum við í skólaferð í síðustu viku og gistum eina nótt. Við gistum í Kaldárseli sem var mjög fínt. Við byrjuðum á því að keyra út í Heiðmörk og löbbuðum þaðan yfir í skála. Við fórum í allskyns hópeflisleiki og nutum þess að vera í sveitinni. Símarnir fengu að vera ofaní tösku alla ferðina en það var bara betra eftir allt saman.  

Ef þið hafið mikinn áhuga á því að vinna með börnum og viljið læra eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum degi þá mæli ég hiklaust með tómstundafræði!!

Mynd-3-aldis-tomstundafraedi

En síðan kom ég heim á þriðjudeginum og pakkaði strax í tösku því ég og mamma vorum á leiðinni í skvísuferð til Brighton. Ég hef aldrei komið til Englands og hlakkaði mikið til. Ferðin byrjaði náttúrulega mjög vel en Hvalfjarðargöngin voru lokuð um nóttina svo við þurftum að keyra Hvalfjörðinn sem tekur um 1 klst., kl 4 um nótt takk fyrir!!

Aldisb5

Aldisbr2

Aldisb1

Aldisbrighton4

En þessi ferð samanstóð af miklu búðarrápi, miklu spjalli, lærdóm og góðri slökun. Við nutum þess að vera saman í útlöndum og gerðum það sem við vildum. Eitt kvöldið fórum við á æðislegan mexíkanskan stað en hann heitir Dos Sombreros. Hann er ekkert rosalega heillandi í fyrstu en maturinn er alveg æðislegur!! 

Aldisb2

Aldisb3

Aldisb10

Aldisb6

Aldisb7

Aldisb9

Aldisbrighton1

Aldisbr7

En ég og mamma höfum aldrei farið tvær saman til útlanda.  Það var alveg dásamlegt að fá að eyða tíma með henni enda er hún langbest!!

Aldisbr5

Aldisbrighton3

Þar til næst!!!! 

Aldís Ylfa

NÝLEGT