Sjáðu förðunina á Met Gala 2017

Sjáðu förðunina á Met Gala 2017

Cara_Met

Cara Delevingne var förðuð af Romy Soleimani en hún er förðunarfræðingur frá New York sem er þekkt fyrir góða tækni og mikla færni í láta húð kúnnanna sinna ljóma. Romey setti alvöru kristalla á kinnbeinin hennar og enni til að fá glitrandi áhrif.

Rihanna_Met

Rihanna var með förðun í stíl við kjólinn.

Zendaya-met-gala-2017

Zendaya var áberandi flott með rómantíska förðun. Varaliturinn tónar vel við kjólinn og krullurnar fara henni ótrúlega vel. 

Kendall-jenner-met-gala-2017

Kendall Jenner með klassíska og náttúrulega förðun. Rauða varalitinn gaf hún út í samstarfi við Estée Lauder í takmörkuðu upplagi en liturinn heitir Carnal.

00

Selena Gomez með bleika augnförðun og nude varalit. Mjög djarft og töff lúkk.

Gallery-1493690982-gettyimages-675592836-copy

Zoe Kravits með alveg ótrúlega fallega förðun. Ljómandi húð, falleg og náttúruleg skygging, þykkar augabrúnir, fallegur eye-liner og bleikar varir.

Gallery-1493693413-jennifer-lopez

J. Lo með sínar “signature“ nude varir og þung augnhár.

Hbz-katy-perry-headpiece-1493678799

Katy-perry-nails

Söngkonan Katy Perry var mjög áberandi og fylgdi hún þemanu vel sem var avant-garde en það snýst allt um að vera framúrstefnuleg/ur. Undir slörinu var hún með mikilfenglegt höfuðfat sem stóð á Witness. 

Gettyimages-675591848_master

Joan Smalls með náttúrulega förðun og hringi í neðri vörinni. Við höfum séð svipaða hringi hjá Kim Kardashian undanfarið en hugsanlega er þetta einhver tíska sem er að myndast. 

Gallery-1493684980-gettyimages-675600450crop-1024

Kerry Washington, stjarna Scandal þáttanna, með fremur venjulega förðun en töff klippingu sem virðist vera í tísku núna.

Gallery-1493731465-lupita-nyongo

Lupita Nyong Óskarsverðlauna-leikkona með litríka förðun.

Gallery-1493693180-kim-kardashian

Kim Kardashian með nude varir og ljóst í kringum augum. 

Gettyimages-675593144_masterLily Collins, leikkona og dóttir Phil Collins, með snjóhvíta húð, skörp augu og dökkar varir. Hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa leikið Mjallhvít.

Lily-aldridge-f01e0658-2ae8-4d6c-bd14-9b5af7476bd9

Lily Aldridge ótrúlega falleg með nánast enga förðun, eða svo virðist vera. 

Janelle-monae

Janelle Monae, söngkona, með sterkan rauðan varalit sem poppaði upp dressið hennar.

Evan-rachel-wood-met-gala

Evan Rachel Wood, aðalstjarna Westworld þáttanna, með heldur djarfa förðun í stíl við þemað.

Candice-swanepoel

Candice Swanepoel, Victoria’s Secret engill, með hátt tagl og dramatískan eye-liner.

Höfundur: H Talari

 

NÝLEGT