Cara Delevingne var förðuð af Romy Soleimani en hún er förðunarfræðingur frá New York sem er þekkt fyrir góða tækni og mikla færni í láta húð kúnnanna sinna ljóma. Romey setti alvöru kristalla á kinnbeinin hennar og enni til að fá glitrandi áhrif.
Rihanna var með förðun í stíl við kjólinn.
Zendaya var áberandi flott með rómantíska förðun. Varaliturinn tónar vel við kjólinn og krullurnar fara henni ótrúlega vel.
Kendall Jenner með klassíska og náttúrulega förðun. Rauða varalitinn gaf hún út í samstarfi við Estée Lauder í takmörkuðu upplagi en liturinn heitir Carnal.
Selena Gomez með bleika augnförðun og nude varalit. Mjög djarft og töff lúkk.
Zoe Kravits með alveg ótrúlega fallega förðun. Ljómandi húð, falleg og náttúruleg skygging, þykkar augabrúnir, fallegur eye-liner og bleikar varir.
J. Lo með sínar “signature“ nude varir og þung augnhár.
Söngkonan Katy Perry var mjög áberandi og fylgdi hún þemanu vel sem var avant-garde en það snýst allt um að vera framúrstefnuleg/ur. Undir slörinu var hún með mikilfenglegt höfuðfat sem stóð á Witness.
Joan Smalls með náttúrulega förðun og hringi í neðri vörinni. Við höfum séð svipaða hringi hjá Kim Kardashian undanfarið en hugsanlega er þetta einhver tíska sem er að myndast.
Kerry Washington, stjarna Scandal þáttanna, með fremur venjulega förðun en töff klippingu sem virðist vera í tísku núna.
Lupita Nyong Óskarsverðlauna-leikkona með litríka förðun.
Kim Kardashian með nude varir og ljóst í kringum augum.
Lily Aldridge ótrúlega falleg með nánast enga förðun, eða svo virðist vera.
Janelle Monae, söngkona, með sterkan rauðan varalit sem poppaði upp dressið hennar.
Evan Rachel Wood, aðalstjarna Westworld þáttanna, með heldur djarfa förðun í stíl við þemað.
Candice Swanepoel, Victoria’s Secret engill, með hátt tagl og dramatískan eye-liner.
Höfundur: H Talari