Höfundur: Ragga Nagli
Þessir barbikjú blómkálsvængir trylla alla bragðlauka og eru svo yfirgengilega gómsætir að þú þarft enga aðra uppskrift fyrir meðlæti, snarl, forrétt eða hreinlega sem aðalrétt með hrísgrjónum eða kartöflum.
Innihaldið eiga flestir til í skápunum, og ef ekki þá fæst hráefnið í Nettó.
Blómkálsvængir
1 Blómkálshaus brotinn niður í blóm
100g Möndlumjöl frá Now
180 ml ósætuð Möndlumjólk (t.d Isola, fæst í Nettó)
60 ml vatn
1 msk ólífuolía frá Muna
2 tsk Paprikukrydd
2 tsk Hvítlauksduft
Blanda vel saman möndlumjöli, möndlumjólk, vatni, olíu, papriku og hvítlaukskryddi í skál.
Veltu blómkálinu uppúr deiginu og raðaðu á ofnplötu.
Baka á 180°C í 20 mínútur.
Nýttu tímann á meðan blómkálið bakast til að sulla saman sykurlausri BBQ sósu.
Sykurlaus BBQ sósa
250g Tómatsósa með Stevia (t.d Felix, fæst í Nettó)
50 ml vatn
2 msk Worcestershire sósa
2-3 msk Sweet like Stevia
1 tsk Hvítlauksduft
1 tsk paprikuduft
1 tsk Season all
klípa sjávarsalt
Þegar blómkálið hefur bakast veltirðu því uppúr BBQ sósunni og bakar svo aftur í 20 mínútur á 180°C.
Þetta meðlæti sló algjörlega í gegn í matarboði í Naglahöllinni og meira að segja karlpeningurinn raðaði því í sig og fékk þar með allskonar vítamín og steinefni úr girnilegu gúrmeti.
Algjört dúndur að bjóða uppá allskonar dýfur úr horuðu mæjó (Lighter than light Hellmanns) til að löðra blómkálið áður en það ratar upp í ginið.
______________________________________________
Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Nettó.