Skeljakka samanburður Fjallastelpu

Skeljakka samanburður Fjallastelpu

Höfundur: Inga Hrönn Fjallastelpa

Skeljakkasamanburður – Houdini D jacket þriggja laga skeljakki.

Jakkinn er frá útivistarmerkinu Houdini Sportswear

og var gjöf frá H Verslun

Houdini er sænskt útivistarfyrirtæki sem framleiðir gæða fatnað fyrir útivist, hreyfingu og lífsstíl, allt frá ullarnærfötum upp í tæknilegar skeljar og úlpur. Framsækni og nýsköpun eru lykilatriði í hönnun útvistarfatnaðar Houdini. Fyrirtækið leggur sig fram við að hámarka eiginleika fatnaðarins og bjóða upp á tæknilegar og fallegar flíkur í hæsta gæðaflokki. Sjálfbærni og fjölnotagildi eru lykilatriði í framleiðslunni. Fyrirtækið sker sig úr flóru útvistarmerkja því það framfylgir afar strangri umhverfisstefnu.

Nánar: https://houdinisportswear.com/en-eu/sustainability

Jakkinn er þriggja laga skeljakki í stærðum S til XL.

Verð: 65.990 kr.

Um D jakkann

Jakkinn vegur 670g og er hannaður með fjölbreytta útivist í huga. Efnið er með 20.000 mm vatnsheldni og stóðst hún mjög vel í úrhelli í Landmannalaugum í íslenska sumarveðrinu. Öndun- og vindheldni er mjög góð og eru rennd loftop undir handarkrikum til að lofta um í hita.

Á jakkanum er einn brjóstvasi sem rúmar stóran farsíma, tveir góðir hliðarvasar með auðvelt aðgengi þó maður sé með bakpokaólina spennta og svo tvo innri vasa. Ermarnar eru í góðri sídd með frönskum rennilás til að þrengja. Í jakkanum er snjósokkur sem hægt er að renna úr til að gera jakkann léttari á sumrin. Hettan er stór og passar vel yfir hjálm og auðvelt að aðlaga með teygjuböndum að aftan og á hliðum. Sniðið á jakkanum er mjög gott, passlega síður yfir rassinn og rúmar millilag vel eins og til dæmis primaloft úlpu eða þunna dúnúlpu. Hálsmálið er hátt upp þegar jakkinn er renndur alla leið sem hentar mjög vel í miklum vindi og regni sem er mikill kostur.

Inga (Hæð: 163 cm). Ég prófaði KVK útgáfuna af jakkanum í ljósbláum lit í stærð L.

Jakkinn er hannaður með ´Made to Move´ tækni sem þýðir að öll hreyfing er virkilega þægileg í mismunandi útivist. Hann pakkar manni vel inn og virkar sem traustur ferðafélagi í allra veðra von. Þetta er jakkinn sem hefur fylgt mér upp á Úlfarsfellið góða hvort sem í roki, regni eða snjókomu. Hefur reynst mjög vel í hríð og frosti og myndi treysta honum í krefjandi íslenskar aðstæður. Hentar fullkomlega í skíðabrekkuna, hjólatúrana eða til að njóta útiverunnar úti í náttúrunni. Ef draumurinn er að eiga einn fjölbreyttan jakka – þá uppfyllir þessi jakki það !

Heimasíða H-verslunar:

Við þökkum H-verslun kærlega fyrir þátttökuna!

NÝLEGT