Mér finnst mjög erfitt að koma öllu fyrir í dagskránni minni ef ég gleymi að skipuleggja mig. Ég ákvað að setjast niður síðasta miðvikudag og skipuleggja daga sem eftir eru af skólanum, þá meina ég upp á hvern einasta dag. Ég ætla að sýna ykkur í grófum dráttum hvernig ég skipulagði mig.
Það kannast allir við forritið Notes, sem er í flestum símum og Apple tölvum. Ég ákvað að nota það í þetta skipti en nýja uppfærslan í Notes er mjög sniðug en þar get ég hakað við þau atriði sem ég klára á listanum. Ég setti upp hvern einasta dag frá miðvikudeginum 15. nóvember til og með 6. desember og setti mér markmið um hvað ég ætla að gera hvern einasta dag. Einnig skrifaði ég niður hvað væri á dagskrá þann daginn svo ég gæti undirbúið mig undir það líka.
Ég mæli með því að setja sér markmið, skrifa þau niður og skipuleggja síðan sinn tíma. Ég er búin að nota þetta núna í nokkra daga og mér finnst þetta einföld leið til þess að nýta tímann betur. Notes hjálpar mér því það er einfalt í notkun og mér finnst ég líklegri til þess að klára það sem ég hef sett mér markmið um því að verkefnin eru alltaf beint fyrir framan mig.
En úr einu í annað – eins og þið sjáið kannski á listanum hér fyrir ofan fór ég í afmæli í gær. Emma Hjálmsdóttir hélt upp á þriggja ára afmælis sitt með trompi. Frozen-þema varð fyrir valinu og eina sem afmælisbarnið óskaði sér var Frozen dót. Einfalt að vera þriggja ára!
Þangað til næst!