Skjaldkirtillinn – Ásdís Grasalæknir

Skjaldkirtillinn – Ásdís Grasalæknir

Skjaldkirtillinn er merkilegt fyrirbæri. Það eru ýmsir þættir í lífsstíl okkar og umhverfi sem geta haft mikil áhrif á starfssemi hans. Þessir þættir eru taldir geta raskað jafnvægi skjaldkirtilsins til þess að starfa eðlilega. Til dæmis má þar nefna streitu og álag, eiturefni í fæðu og umhverfi, skortur á mikilvægum næringarefnum, o.s.frv.

Einkenni sem gefa til kynna að um vanvirkni í skjaldkirtli sé að ræða eru t.d. þreyta, slen og orkuleysi, hárlos, hægðatregða, þurr húð, vökvasöfnun, hæg efnaskipti og kulvísi svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að láta mæla skjaldkirtilshormón í blóði og fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð til að koma skjaldkirtli aftur í jafnvægi og eðlilegt ástand.

Mataræði og lífsvenjur okkar hafa áhrif á alla líffærastarfssemi og eru mikilvægir grunnþættir sem skipta sköpum í að stuðla að bættu jafnvægi skjaldkirtils þó vissulega sé í mörgum tilfellum þörf á meðhöndla skjaldkirtilssjúkdóma með lyfjum.

Mikilvægt er að reyna finna orsakaþætti sem raska starfssemi skjaldkirtilsins og vinna með undirliggjandi þætti og vinna að því að hámarka starfssemi skjaldkirtils í gegnum nærandi mataræði og heilbrigðar lífsvenjur s.s bættum svefni, reglulegri hreyfingu og minni streitu.

Næringarefni sem eru mikilvæg fyrir starfssemi skjaldkirtilsins eru t.a.m. góð alhliða fjölvítamín/steinefna blanda fyrir konur, omega 3 fitusýrur, D vítamín, sínk, selen og B12 ásamt öðrum næringarefnum.

Miðvikudaginn 20.mars mun Ásdís grasalæknir vera með námskeið þar sem hún fjallar um skjaldkirtilinn og virkni hans. Þar verður m.a farið yfir;

Mikilvægi skjaldkirtils fyrir almenna heilsu og vellíðan
Vanvirkur vs. ofvikur skjaldkirtill og helstu einkenni/orsakir
Notkun næringar- og náttúruefna fyrir skjaldkirtilinn
Lækningajurtir – notkun og áhrif þeirra fyrir skjaldkirtil
Áhrif streitu, hreyfingar og umhverfis á skjaldkirtil

Hægt er að nálgast miða á miða.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT