Skjaldkirtillinn – Þreytt á að vera þreytt?

Skjaldkirtillinn – Þreytt á að vera þreytt?

Undanfarin ár hafa skjaldkirtilssjúkdómar verið að aukast og þá aðallega vanvirkni í skjaldkirtli en konur greinast í mun meiri mæli en karlar. Skjaldkirtillinn er afar mikilvægt líffæri og hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem við þurfum fyrir almennan þroska og vöxt, starfssemi taugakerfis, frjósemi og öll efnaskipti líkamans. Vanvirkur og eða ofvirkur skjaldkirtill stafar vegna ójafnvægis á skjaldkirtilsstarfssemi og geta haft miklar afleiðingar á heilsu okkar og herja þessir sjúkdómar á fjölda fólks um allann heim.

Það eru ýmsir þættir í lífsstíl okkar og umhverfi sem geta haft mikil áhrif á starfssemi skjaldkirtilsins og eru talin geta raskað jafnvægi hans til þess að starfa eðlilega s.s. streita og álag, eiturefni í fæðu og umhverfi t.d. skordýraeitur og þungamálmar, skortur á mikilvægum næringarefnum, o.s.frv.

Einkenni sem gefa til kynna að um vanvirkni í skjaldkirtli sé að ræða eru t.d. þreyta, slen og orkuleysi, hárlos, hægðatregða, þurr húð, vökvasöfnun, hæg efnaskipti og kuldaóþol svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að láta mæla skjaldkirtilshormón í blóði og fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð til að koma skjaldkirtli aftur í jafnvægi og eðlilegt ástand. Mataræði og lífsvenjur okkar hafa áhrif á alla líffærastarfssemi og eru mikilvægir grunnþættir sem skipta sköpum í að stuðla að bættu jafnvægi skjaldkirtils þó vissulega sé í mörgum tilfellum þörf á meðhöndla skjaldkirtilssjúkdóma með lyfjum. Mikilvægt er að reyna finna orsakaþætti sem raska starfssemi skjaldkirtilsins, skoða undirliggjandi þætti og vinna að því að hámarka starfssemi skjaldkirtils í gegnum nærandi mataræði og heilbrigðar lífsvenjur s.s bættum svefni, reglulegri hreyfingu og minni streitu. Næringarefni sem eru mikilvæg fyrir starfssemi skjaldkirtilsins eru t.a.m. góð alhliða fjölvítamín/steinefna blanda fyrir konur, omega 3 fitusýrur, D vítamín, sínk, selen og B12 ásamt öðrum næringarefnum.

Ásdís grasalæknir verður með námskeiðið ,,Heilbrigðari skjaldkirtill“ mánudaginn 21.okt fyrir þá sem vilja stuðla að betra jafnvægis skjaldkirtilsins með nærandi mataræði, lækningajurtum og heilbrigðari lífsvenjum.

Skráning hér

Ásdís grasalæknir

www.grasalaeknir.is

www.facebook.com/grasalaeknir

www.instagram.com/asdisgrasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT