Search
Close this search box.
Skósafnið: Þessi á 44 skópör

Skósafnið: Þessi á 44 skópör

Hvað áttu mörg skópör?

Ég fór að telja og ég á 44 „street“ skópör.

Við tókum eftir því að flest þeirra eru frá Nike, hversu mörg Nike pör áttu?

Það eru 40 Nike pör.

Hvenær byrjaðir þú að safna skóm?

Ég er reyndar ekki að safna skóm, en ég hef mikinn áhuga á skóm. Þetta er kannski full mikið en það er alltaf gaman að eignast nýja skó.

Hvað áttu marga hlaupaskó?

Ég á 11 hlaupaskó, ég er reyndar ekki mikið að hlaupa en nota þá mjög mikið dagsdaglega. Þeir eru allir mismunandi, hvort sem það er tvöföld dempun í sólanum, bara í táberginu eða í hælnum. Svo á ég frekar þunna skó og einnig skó með mjög mjúkum og léttum botni sem heitir Lunarlon.

Hvað áttu marga æfingaskó?

Ég á 5 æfingaskó, ég nota þá mest þegar ég er í ræktinni. Þeir eru allir sérstaklega gerðir fyrir æfingar sem ég geri eins og stöðvaþjálfun, hopp og fl.

Hvað áttu marga götuskó?

Ég á 28 götuskó, ég nota þá alls ekki alla og eru margir mjög sumarlegir og þunnir. Einnig breytist tískan mjög mikið og ég reyni að fylgja henni þannig ég nota ekki helminginn af skónum sem ég á. Ég hef selt skóna mína reglulega til að safna þeim ekki upp, því ég hef ekki pláss fyrir þá alla.

Hverjir eru þínir uppáhalds hlaupaskór?

Ég get ekki valið á milli tveggja, þeir heita Vomero og Zoom Elite. Vomero er ótrúlega mjúkur og góður skór og er eiginlega þæginlegasti skór sem ég á. Zoom Elite eru með dempun í táberginu sem gerir það að verkum að þeir eru rosalega góðir í stutta spretti og sprengikraftsæfingar. Einnig finnst mér Zoom Elite svo flottir að ég nota þá líka dagsdaglega.

Zoom Elite og Vomero

Hverjir eru þínir uppáhalds æfingaskór?

Uppáhalds æfingaskórnir mínir akkurat núna eru klárlega Zoom Strong frá Nike. Þeir halda vel að löppinni og eru ótrúlega stöðugir. Þeir eru með loftpúða í hælnum og eru mjög fallegir.

Zoom Strong

Hverjir eru þínir uppáhalds götuskór?

Það breytist mjög hratt og reglulega en uppáhalds skórnir mínir í dag eru SockDart og Mayfly. Ég elska þá báða og er búin að ofnota sérstaklega Mayfly skóna mína. Sock Dart skórinn er frekar nýr hjá mér en ég fer varla úr honum. Það er eins og að ganga á lofti og þú verður ekki þreytt á að vera í þeim.

Ofnotuðu Mayfly (mjög skítugir) og Sock Dart

Finnst þér nauðsynlegt að eiga svona mörg pör af skóm?

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er klikkun að eiga svona mörg skópör yfir höfuð og það þarf enginn að eiga svona mörg skópör. En þetta er eitt af áhugamálunum mínum og ég hef gaman að þessu sem er fyrir öllu.

Okkur á H Magasín finnst þetta mjög áhugavert og ef þú lesandi góður veist um einhvern skósafnara sem við getum haft samband við endilega sendu okkur línu á: hmagasin@hmag.is

Höfundur: Skósafnari / H Talari

NÝLEGT